Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 71

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 71
71 < þeirri, er kvaldi hana, og svöruðu henni: »Engan veginn viljum vér éta og drekka, meðan þú berð slíkan harm. Far þú, og þegar þú kemur aftur, skulum vér hefja máitíðina*. — Og þeir gengu burt frá borðum. fegar brúðurin gekk yfir kastalagarðinn, var háreysti mikil í steikarahúsinu; því smásveinn nokkur hafði flýtt sér til elda- stjórans og hrópað til hans, að máltíðinni yrði frestað marga klukkutíma. Og eldastjórinn hafði orðið hryggur og reiður af að hugsa um steikurnar sínar og réttina, sem nú hlytu að eyðileggj- ast. Einu lísipundi af sméri fleygði hann í eldinn og fullri körfu af eggjum þeytti hann niður á steingólfið; síðan kastaði hann smá- sveininum þvers yfir þröskuldinn og stóð yfir honum með stóra vöndinn reiddan til höggs. En þegar brúðurin kom út í kastalagarðinn, bað hún hann að sleppa smásveininum, og hann skipaðist við bæn hennar og hætti við að berja hann. Og hann hrópaði upp yfir sig: »Lofaður sé guð, sem hefur gjört þig svo inndæla. Eg vil ekki auka á harm þinn«. Síðan geymdi hann matinn marga klukkutíma, án þess að mæla reiðiorð til nokkurs manns. Brúðurin gekk svo alein gegnum stóra skóginn, því hún vildi koma til elskhuga síns fótgangandi og fylgdarlaus, eins og maður kemur til musteris guðsmóður, þegar mikillar líknar þarf við. En á skóginum lá maður úti, er lifði á ránum. I’aöan, sem hann lá í hreysi sínu, sá hann brúðina ganga eftir veginum. Hún hafði hringi á fingrunum, gullkórónu á höfðinu, silfurbelti um mitt- ið og perluband um hálsinn, Pá sagði ræninginn við sjálfan sig: »þetta er aðeins þróttlítill kvenmaður, ég skal taka skrautgripi hennar. Pað er nægur auður fyrir mig, þá get ég farið til ann- arra landa, hætt þessu vesæla lífi í skógnum og orðið heiðarlegur og mikilsmetinn maður*. En þegar brúðurin kom nær og hann sá andlit hennar, gekst honum hugur. Pví guð hafði gefið henni mikla fegurð. Hann hugsaði: »Ég get ekki gert henni neitt ilt. Hún er brúður, og ég get ekki látið svo væna ungfrú koma rænta til brúðkaupsins«. Og hann óttaðist guð, sem hafði gjört konuna slíka, og slepti henni. í sama skógnum bjó gamall einsetumaður, sem pyntaði líkama sinn með því að vaka í sex dægur í senn og sofa aðeins hið sjö- unda. Hann hafði sett sér þau lög, að ef hann gæti ekki sofið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.