Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Side 17

Eimreiðin - 01.05.1913, Side 17
9i bregða sér á bæ, þá skal ég bölva mér upp á, að ekki vantar byrvindinn í pilsaseglin! Hvort nokkuð eða ekkert er aðhafst á heimilinu, um það er ekki verið að spyrja; nei, slóra og slæpast og hafa út úr manni kaupið, til þess að eyða því í glys og gaman eftir eigin geðþótta, þar er um að hugsa, og annað ekki; í því efni fer nú bráðum enginn munur að verða á krökkum og fullorðnum, því húsbónd- ann — hann á að setja á hausinn! — og pú ert á þeirra bandi! Finst maður eigi að láta eftir því, bansettu pakkinu! — Nú á maður að verða smalalaus á morgun. Þó kýrnar brani einhvern fjandann út í buskann, hvað er um það að fást, ef strákurinn bara skemtir sér. Jú, jirjór! Hann á að fá að lyfta sér upp; hann á að fá að fara í skóginn, meðan aðrir verða að vinna og þræla. Pau eru nú sona uppátækin í kennurunum nú á tímum; það er svei-mér dálaglegt uppeldi fyrir annan eins hvolp! En hvað það œtti skilib að verða lúbarið, alt þetta pakk!« Stefán krepti hnef- ann og sveiflaði honum æðilega yfir höfði sér. En nú hafði Marja Sigríður fengið þann höggstað á honum, sem hún þráði, og kallaði til hans yfir hæjarhauginn, angandi af nýrri mykjulykt: »Já þér ferst að tala um uppeldi, eins og þú líka hegðar þér, sem brýtur þína eigin glugga af helberum og ein- tómum æðisgangi! Ætti ekki roskinn maður, eins og þú, að skamm- ast sín fyrir tiltæki, sem naumast væri ætlandi óvönduðum strák að aðhafast. Pvílík líka andskotans óhemjulæti, svei attan!* En áður en húsfreyja hafði lokið máli sínu, var Stefán allur á burtu út um fjóshliðið. það, sem á undan var gengið, var þetta: Eftir dögurðinn hafði smalinn skilað þeirri orðsending frá nýja kennaranum, að hann dagin'n eftir ætlaði með öll börnin út í Beitarhólmsskóg; ferðinni væri heitið með eimlestinni, og ætti ekki að kosta nema óvenjulega lítið; kennarinn vonaðist til, að ekki aðeins bændabörnin, heldur líka vikadrengirnir, og helzt öll börn undantekningarlaust, fengju að fara, því ferðin hefði lengi verið í undirbúningi og mikið fyrir því haft, að hleypa henni af stokkunum. Kennarinn vissi vel, að þetta væri í fyrsta skifti sem slíkt og þvílíkt hefði verið reynt í kans skóla; en í öðrum héruðum, sem betur fylgdust með tímanum, væri það föst regla og réttur barn- anna, að þau að minsta kosti einu sinni á sumri fengju að lyfta

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.