Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 18
92 sér upp og sjá einhvern fallegan stað í nágrenninu. Alt þetta hafði kennarinn romsað upp fyrir foreldrum barnanna einn sunnu- dag eftir messu, og höfðu flestir tekið því vel og veitt samþykki sitt; en svo óheppilega hafði til viljað, að Stefán var þar ekki viðstaddur, enda hefði hann líklega staðið fast á sínu og ekki látið sannfærast af umtölum kennarans. Jón litli varð því nú að standa og flytja mál sitt og kennar- ans frammi fyrir húsbónda sínum, sem var bæði þver og harð- lyndur. Hann fann, að honum tókst það óheyrilega illa, jafnlítill og hræddur og hann var, strákgreyið. Röddin í honum skalf og setn- ingarnar hrutu í sundur í einlæga og samhengislausa mola, sem Stefán réðist á hvern fyrir sig og kurlaði eins og eggskurn; hann brýndi raustina og lét hana drynja með eilífum ásökunum yfir Jón litla, svo krakkaræfillinn varð að engu. »í skóginn! segirðu: í skóginn? Skemtiferð? P ú! Núna rétt fyrir sláttinn! Jú, það ætti víst við þig! Pá væri sú stundin eydd í iðjuleysi!------Og þessu er kennarinn að spýta í ykkur! f*að er fyrir þetta, sem maður er að borga honum kaup og kirkju- fórnir og — þessháttar! — til þess hann kenni ykkur að gera kröfur til húsbændanna! Eins og það sé ekki nóg, sem þið finnið upp á af sjálfum ykkur. Já, ég hefi fyrir löngu séð, hverskonar kumpán hann er. Hefðum við bara haldið gamla kennaranum okkar. Pað var svei-mér kall, sem gat tekið lag í kirkjunni og haldið miklu lengur út en þessi vesældarkrangi; og jafngóðar grafskriftir, eins og hann Palli gamli setti saman, getur hann aldrei á sinni hundsfæddri æfi búið til; það þori ég að bölva mér upp á. Og svo var það líka maður, sem gat tekið sönsum, gamli maðurinn; hann gat skilið, að þegar bóndi ræður sér vikadreng og lætur hann fá fæði og kaup og — þessháttar —, þá er það ekki til þess að láta hann hanga í skólanum og slæpast, heldur til þess að gera einhverja vitund af gagni á heimilinu. En biddu hann hérna að gefa drengnum frí frá skólanum í nokkra daga, og vittu hverju hann svarar: »Pað get ég ekki með nokkru móti varið, Stefán minn í For!« — Nei, það getur hann ekki með nokkru móti varið! Rembingurinn sá arna! — Og svo bætir hann gráu ofan á svart og heimtar, að maður sleppi stráknum í skemti- ferð, þegar mestar eru annirnar um hásumarið; það hefði þó ver- ið dálítið öðru máli að gegna, hefði það verið — hm — að vetrarlagi, til að mynda.«-------

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.