Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1913, Side 19
93 »Sér er nú hvað bullið og vitleysan, sem þú getur látið út úr þér!« gall Marja Sigríður nú alt í einu fram í, um leið og hún tók ofan sjóðandi kartöflupott með svo miklum móð, að vatnið slettist niður á móglæðurnar. Finst þér kannske að kennarinn ætti að fara með börnin í skóginn á vetrardag? Hvernig geturðu nú fengið af þér að láta aðra eins heljar-vitleysu út úr þér? Pað er heldur ekki orðin vitund af stillingu í orðum þínum í seinni tið: Víst veit ég, að það er ekki svo þægilegt að vera án stráks- ins heilan dag, en maður verður þó að láta sér það lynda, vegna hins fólksins, vegna þess, hvað sagt yrði, ef því væri neitað. Mér er líka sagt, að vikadrengurinn hans Ólafs eigi að fá að fara. — —« »Og hans Njáls Kristinssonar líka«, stundi nú Jón litli upp. Honum hafði aukist þor við þá óvæntu hjálparhönd, sem hús- móðir hans rétti honum. »Hann á að fá að aka og sitja í vagn- inum hjá honum Jóni Veturliðasyni.« Haltu pér nú saman, skrælinginn þinnU hreytti Stefán úr sér og steytti um leið hnefann, svo að smalinn varð svo hrædd- ur og hnipraði sig svo saman, að við sjálft lá, að hann hyrfi inn undir borðið. En Marja Sigríður bætti nú við: »Sem sagt, það er ekki vert að vera að erta kennarann með þessu, núna rétt áður en börnin okkar eiga að fara að ganga í skóla. Fað verða þá ein- hver ráð með að vera án hans.« »Já, ég kannast við, hver ráð þú hefir með það«, ánzaði Stefán fokvondur, »ætli maður fái þá ekki sjálfur að steðja kringum beljurnar. Pví að þér eða stelpunum skyldi detta í hug — —« »Ekki væri það þó ókugsandi«, sagði Marja Sigríður ofur hóglátlega, »ef þú gætir nú reynt að stilla þig ofurlítið og láta eins og guð hafi gefið þér vit«. Stefán sneri sér nú aftur í bræði sinni að smalanum: »Pað var mikið að mér skyldi ekki líka vera skipað að aka þér á brautarstöðina. Mdtlu fara gangandi? Er það mögulegt, að þú megir lalla þangað, skinnið? Ætli maður eigi ekki að beita fyrir fjaðravagninn? Eða lokaða vagninn — það gæti þó orðið enn þægilegra. Og ekki er annað en að heimta. Húsbændurnir eru hvort sem er ekki til annars en að uppfylla þær kröfur, sem hjúunum kann að detta í hug. Svo segir konan mín, ef ekki verða aðrir til þess. r

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.