Eimreiðin - 01.05.1913, Side 21
95
sjá, að þvo á sér lappatetrin. f*ið eruð annars vön að hafa svo
sem rekustungu utan á ykkur þarna í For. En hvernig stendur
á því, að þú heldur þér svona til í kvöld? Ætlarðu í kaupstað-
inn?«
»Eg ætla á skógarhátíð á morgun. Pað ætla öll skólabörnin.
Pað verður maður með, sem leikur á hljóðfæri. Og við eigum að
hafa nesti með okkur, því við komum ekki heim fyr en með síð-
ustu lestinni«, sagði Jón og gusaði upp vatninu með fótunum.
>Hvað er a’ tarna, hvað heyri ég!« sagði Tómas veiðimaður.
sTað er eitthvað annað en að rorra heima yfir súrri grautar-
skál! — En á það þá ekkert að kosta?«
»Ju-ú, þá sem hafa efni á því; en ég þarf nú ekki neitt að
borga; svo sagði kennarinn, því hún mamma hefir talað við
hann.«
»Rétt er nú það! — En er Stefán bÍÁ,inn að leyfa þér að
fara?« spurði Tómas.
»Já, það heitir svo!« svaraði Jón dræmt.
»Já, ég get því nærri, að það hafi verið harðsótt«, sagð1
Tómas brosleitur, »en það getur þú látið þér liggja í léttu rúmi,
úr því að hann er búinn að leyfa þér að fara.
Já, hver þremillinn! Pið verðið þá víst aö fara snemma á
stað ?«
»Já, við eigum að fara með morgunlestinni; því við eigum
að fara framhjá þremur brautarstöðvum!«
Jón sundlaði við tilhugsunina um aðra eins langferð.
»Ja, rétt, sér er nú hvert ferðalagið! Jæja drengur minn,
sofðu nú ekki yfir þig; því eimlestin — hún bíður svei-mér ekki
eftir neinum.«
Tómas rólaði áfram með fiskistöngina.
Óðara en Stefán í For morguninn eftir var búinn að opna
fjósdyrnar og hafði látið sína hásu raust gjalla, var Jón seztur
glaðvakandi framan á rúmstokkinn og teygði sig eftir sparifötun-
um, sem hann kvöldinu áður hafði lagt kirfilega á kistil fyrir
framan rúmið.
»Nú, þú ætlar þá undireins í sparifötin«, sagði Stefán, »ég
hélt það gæti nú beðið, þangað til þú værir búinn að koma út
kúnum.«
Petta kom eins og skúr úr heiðskíru lofti yfir Jón. Hann