Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 22

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 22
96 hafði gert sér svo eindregna von um, að hann fengi að vera laus við gripahirðingu í dag. Pví yrði hann fyrst að tosa þeim á beit, gæti hann hæglega orðið of seint fyrir. Ekki að tala um, hvað sparifötin hans yrðu útötuð. Jón sat eitt andartak ráðalaus milli hvunndags- og sparifat- anna; og í vandræðunum út af því, hvor þeirra hann ætti að velja, fór hann að snökta. »Ja, sei, sei, skælirðu út af því!« óskapaðist Stefán. »Jú, ég átti lengi von á því! Ekki að tala um dugnaðinn! Svo þú hafðir kugsað þér að velta þér beina leið úr fletinu og yfir í eimlestina. Já, það hefði líka verið óneitanlega fult eins þægilegt! Eg mátti svo sem við því, að verða að bisa við það alt einsamall. Bara að pú kæmist sem fyrst af stað!« Tárin hrundu nú tíðara og tíðara hjá Jóni litla, og því meira sem grátur hans óx, því meira rann Stefáni í skap, unz hann að lokum steytti hnefann framan í piltinn klæðlausan og öskraði: »Viltu þegja eins og steinn, ræfillinn þinn, annars skal ég kenna þér að gera það! Ekki nema það þó, að sitja hér og orga út af því, að eiga að teyma fáeina gripi á beit, þó eimlestin fari ekki fyr en eftir einn eða tvo klukkutíma! — Komstu nú í buxnaskálmarnar og flýttu þér að byrja á því, sem þú átt að gera, meðan tími er til. Pú ættir að muna eftir því, hróið mitt, að þú ert nú í vist hjá öðrum, og getur ekki lengur skotist undir pilsfaldinn hjá henni mömmu þinni.« I sömu andránni heyrðist gengið hægt á tréskóm inn eftir flórnum; Stefán sneri sér við og sá, að þar kom móðir piltsins, kona lítil vexti og lotin í herðum, og fölleit og góðleg ásýndum. »Góðan daginn!« sagði hún og skotraði undan skýlunni augunum framhjá Stefáni og inn til drengsins síns, sem enn þá sat kjökrandi á rúmstokknum. »Svo þú ert þá kominn framan á. Eg kom annars hingað með nýja sokka handa þér, því það á, trúi ég, heldur en ekki að verða hátíðisdagur fyrir þig í dag.« Hún leit brosandi framan í Stefán; en þegar hún sá, hvað fúll hann var, og hafði litið betur á drenginn, skildi hún undir- eins hvernig ástatt var, og sagði: »Pað getur máske verið skolli óþægilegt, að missa hann sona allan liðlangan daginn, frá morgni til kvölds.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.