Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 22

Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 22
96 hafði gert sér svo eindregna von um, að hann fengi að vera laus við gripahirðingu í dag. Pví yrði hann fyrst að tosa þeim á beit, gæti hann hæglega orðið of seint fyrir. Ekki að tala um, hvað sparifötin hans yrðu útötuð. Jón sat eitt andartak ráðalaus milli hvunndags- og sparifat- anna; og í vandræðunum út af því, hvor þeirra hann ætti að velja, fór hann að snökta. »Ja, sei, sei, skælirðu út af því!« óskapaðist Stefán. »Jú, ég átti lengi von á því! Ekki að tala um dugnaðinn! Svo þú hafðir kugsað þér að velta þér beina leið úr fletinu og yfir í eimlestina. Já, það hefði líka verið óneitanlega fult eins þægilegt! Eg mátti svo sem við því, að verða að bisa við það alt einsamall. Bara að pú kæmist sem fyrst af stað!« Tárin hrundu nú tíðara og tíðara hjá Jóni litla, og því meira sem grátur hans óx, því meira rann Stefáni í skap, unz hann að lokum steytti hnefann framan í piltinn klæðlausan og öskraði: »Viltu þegja eins og steinn, ræfillinn þinn, annars skal ég kenna þér að gera það! Ekki nema það þó, að sitja hér og orga út af því, að eiga að teyma fáeina gripi á beit, þó eimlestin fari ekki fyr en eftir einn eða tvo klukkutíma! — Komstu nú í buxnaskálmarnar og flýttu þér að byrja á því, sem þú átt að gera, meðan tími er til. Pú ættir að muna eftir því, hróið mitt, að þú ert nú í vist hjá öðrum, og getur ekki lengur skotist undir pilsfaldinn hjá henni mömmu þinni.« I sömu andránni heyrðist gengið hægt á tréskóm inn eftir flórnum; Stefán sneri sér við og sá, að þar kom móðir piltsins, kona lítil vexti og lotin í herðum, og fölleit og góðleg ásýndum. »Góðan daginn!« sagði hún og skotraði undan skýlunni augunum framhjá Stefáni og inn til drengsins síns, sem enn þá sat kjökrandi á rúmstokknum. »Svo þú ert þá kominn framan á. Eg kom annars hingað með nýja sokka handa þér, því það á, trúi ég, heldur en ekki að verða hátíðisdagur fyrir þig í dag.« Hún leit brosandi framan í Stefán; en þegar hún sá, hvað fúll hann var, og hafði litið betur á drenginn, skildi hún undir- eins hvernig ástatt var, og sagði: »Pað getur máske verið skolli óþægilegt, að missa hann sona allan liðlangan daginn, frá morgni til kvölds.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.