Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 47

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 47
I 2 I Þegar á alt þetta er litið, er það engin furða, þó mörgum ís- lendingi yrði hverft við, er þeir heyrðu, að f’ór. Tulinius ætlaði að hætta við stjórn »Thore«-félagsins. Þeir vissu, hverju þeir sleptu, en ekki, hvað þeir hreptu; og sannaðist hér hið fornkveðna, að »enginn veit, hvað átt hefur, fyr en mist hefur«. Einkum voru það, sem vænta mátti, Norðlendingar og Austfirðingar, sem nú vöknuðu við og fanst, að ekki mætti minna vera, en að þeir sýndu þess einhvern vott, að þeir kynnu að meta þær stórkostlegu samgöngubætur, sem þeir ættu honum að þakka, og væru honum í sannleika þakklátir fyrir þær. Og til þess nú að sýna þetta svart á hvítu, þá tóku þeir sig til og sendu honum skrautritað ávarp, undirritað af 200 manns (kaupmönnum, borg- urum og embættismönnum) á Norður- og Austurlandi, óg fálu 5 manna nefnd að færa honum það á heimili hans ( Khöfn. Var þetta gert 15. febr. þ. á. (1913) á hádegi, og voru í nefndinni alþingis- maður dr. Valtýr Guhnundsson (formaður) og kaupmennirnir Carl Scemundsen, Konrdb Hjalmarssm og Chr. Popp (5. maðurinn, sem ætlast hafði verið til að yrði í nefndinni, hafði fengið forföll). Ávarp þetta er að öllu leyti svo prýðilegt, að leitun mun á öðru eins. Er þar fyrst snotur eskiumgjörð með gyllu nafnletri framan á, og í henni liggur sjálft ávarpið í bókarformi (stóru arkarbroti), innbundið í hvítt pergament, og spjöld og saurblöð að innan fóðruð með dýr- indis silki fagurbláu. Á 1. bl. ávarpsins er í skrautumgjörð nafn Tuliniusar, uppdráttur íslands og kvæði eftir séra Matthías Jochumsson, er svo hljóðar: Skrýddur sæmd og sóma sértu nafni ÞÓRS! Heyrðu til þín hljóma hróður sigurkórs: Þökk fyrir drengskap dug og þor! Fáir bornir F’róni á fyltu stærri spor. Enginn lífs né liðinn landi voru frá fleiri fley á miðin fermdi en þú um sjá; enginn fleirum far um mar greiddi svo og gladdi í þraut gráti Mardallar. f’egar dagsins dómar deyja firtir sæmd, réttir verða rómar, rökin betur dærnd, þá mun eflaust sýna sig: ísland sjaldan átti son ágætari en þig. f’inni þjóð og landi þú ert hjartatrúr, ávalt ósigrandi, oft þó dyndi skúr, margra fé og fjörvi hætt; oft á voða-verði þeim var ei öðrum stætt. Allar fríðar fylgjur fylgi þér úr vör! Engar úfnar bylgjur aftri þinni för! Blessi guð þig virkta-vin, svanna, börn og sóma lands — Síðumanna kyn! Á 2. bl. er Fjallkonumynd og kvæði (kveðja Fjallkonunnar) eftir Guðmund Guðmundsson svo hljóðandi:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.