Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 57

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 57
i3' bera slíkan dýrðarvott um skapara sinn eins og fögur kona. Æ, var það þá mér að kenna, að ég síðar meir uppgötvaði, að mér hafði skjátlast, og að verk þín voru margfalt fullkomnari en ég í blindni minni hélt í fyrstuf Pví sú varð raunin á, að jörðin er yndislegur blómreitur, og konurnar þar eru hver annarri dásam- legri, og ekkert lótusblóm er jafn-blæfagurt og þær, og engin rós getur jafnast á við þær í yndi og fegurð. Átti ég þá að afneita þess- um gáfum þínum, sem voru lagðar mér upp í hendurnar? Spurðu fiðrildið, hvort það snerti ekki nema eitt einasta blómf Elskar það ekki öll þau blóm, sem fögur eruf Pað dýfir sér niður í eins margar blómkrónur og því með nokkru móti er unt, og líf þess virðist oss mönnunum vera forsmekkur eilífrar sælu. Afbrot mitt er það, að ég hefi elskað og tignað hinar fegurstu verur, er komu frá hendi þinni, og vissi engan betri lofsöng að flytja þeim, en að láta rigna yfir þær kossum og ástaratlotum!« »Don Júan, þú forherti syndari, kossar þínir voru eitur og ást þín skóp þeim sorg og dauða. Pú varst óstöðvandi eldur, sem brendir hjörtun til ösku, og eymdin, sem þú lézt eftir á leið þinni, hrópaði upp til mín eins og úr val særðra og deyjandi manna. Vík frá mér, vík frá mér, syndir þínar eru fjöllunum hærri, og áður þær verði fyrirgefnar, skulu öll þau tár, sem þú hefur vakið, umbreytast í eilífa gleði.« Og allir englar, sem heyrðu á, vissu að þessi dómur guðs var óafturkvæður, og þeir mynduðu sig til að flytja hinn forherta syndara þangað, sem grátur er og tannagnístran. Pví þeir vissu, að ekkert var jafnómögulegt og að umbreyta grát þeim og harmi, er hann hafði valdið, í eilífa gleði. Pá mælti Don Júan, hinn for- herti syndari, enn á ný fyrir augliti drottins: »Pú, réttláti dómari, ég bjóst ekki við, að þú mundir dæma mig án vitna. Hvar eru konur þær, er hafa kært mig svo harð- legafc »Don Júan, þú þrjózka sál! Konur þær, sem þú hefur vélað, eru alsælar í himni mínum. Eg miskunaði mig yfir þær, vegna alls þess, er þær hafa þolað. Ef þær vissu, að þú værir hérna, mundu þær hefja hræðileg óp gegn þér.« Don Júan talaði þá í síðasta sinni: »Lát þær þá koma hing- að, svo ég megi heyra ákæruna af þeirra eigin munni. Þótt ég sé mikill syndari, er þó réttlæti þitt að líkum enn stærra, og þú

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.