Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 65
139
Djöfullinn kom yfir Mr. Júbal. Hann brá grön og svaraði
hryssingslega: Nei!
Pá þekti vinur hans hann, og hélt leiðar sinnar. Hann var
enginn heimskingi; hann þekti lífið og mennina og sjálfan sig að
auki, og hann varð hvorki hryggur né hissa.
En Mr. Júbal hélt hann hefði orðið það; og hann mintist
orðanna: »Áður en haninn galar þrisvar, muntu afneita mér,« og
hann gjörði sem Pétur; hann gekk inn í tómt porthlið og grét
beisklega. Pað gjörði hann sjálfur í huga sínum, en djöfullinn í
hjarta hans hló.
Upp frá þeim degi hló hann oftast nær; að illu og góðu,
að sorg og skömm, að öllu og öllum.
Faðir hans og móðir höfðu úr blöðunum fengið að vita, hver
Mr. Júbal var; en þau fóru aldrei í hljómleikahúsið, því
þau héldu, að þar væru hestar, sem hlypu gegnum tunnusveiga,
og annar djöflagangur, og innan um þau ósköp vildu þau ekki
sjá son sinn.
Mr. Júbal var nú mestur söngsnillingur allra yngri manna;
og sannlega átti hann ekki mikið eftir í sér af því, sem »ég« gat
kallast, en viljann átti hann óskertan.
En allra daga kemur kvöld! Pað var stelputríta við dans-
leikana, sem gat heillað menn, og Júbal varð heillaður meðal
annarra. Hann varð svo hatramlega heillaður, að hann spurði,
hvort hann mætti verða hennar . . . (Auðvitað átti hann við, hvort
hún vildi verða hans, en þannig má maður nú ekki komast að
orði).
— Pú skalt fá að verða minn, svaraði hún, ef ég fæ. . .
— Pú færð alt! greip Júbal fram í.
Stúlkan tók hann á orðinu, og þau giftust. Fyrst kendi hann
henni að syngja og spila; og þar á ofan fékk hún alt, sem hún
vildi. En með því að hún kunni að heilla, þá vildi hún alt það,
sem hann vildi ekki, og smátt og smátt náði hún vilja hans í
vasa sinn.
Og einn góðan veðurdag var Mrs. Júbal orðin að söngkonu;
og það svo frægri söngkonu, að þegar fólkið kallaði Júbal inn á
leiksviðið, þá átti það við frúna, en ekki við manninn hennar.
Júbal vildi aftur ná í hásætið, en að taka það frá konunni
sinni, það vildi hann ekki, og þessvegna gat hann það ekki.
Og svo fór, að fólk gleymdi honum.
IO