Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 70

Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 70
144 prentvillum er svo mikill fjöldi, að tilgangslaust er að nefna sérstök dæmi. Kveðjusendingin til Skaftfellinga (í 9. þætti) er ágætlega rituð, en hún á ekki heima í bókinni (nema þá í formála eða eftirmála). Hún er meira brot á listarheildinni, en að það verði fyrirgefið. Jón Trausti ætti að afkasta minna, en vanda sig meira. Maður, sem er jafnmiklum hæfileikum gæddur sem söguskáld, má ekki vera hroðvirkur. því hann getur bæði eyðilagt framtíð sína með því, og eins það gagn, sem hann annars gæti gert sem rithöfundur. — En lesendurnir mega heldur ekki vera svo einsýnir, að líta einungis á gallana og dæma ritin eingöngu eftir þeim, eins og stundum vill verða. Slíkt væri hróplegt ranglæti gagnvart þessari bók Jóns Trausta; því þó hún sé að ýmsu leyti gölluð, þá eru kostirnir svo langsam- lega yfirgnæfandi. Og óhætt er að ráða öllum til að kaupa hana, því hún er bæði skemtileg og fróðleg. y KNUT HAMSUN, VIKTORÍA. Ástarsaga. Jón Sigurbsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Reykjavík 1912. Ég les á milli línanna í bókinni eitthvað á þessa leið: Lífið er til vegna hamingjunnar og hamingjan er að elskajt og fá að njótast. Hún er óendanlega stór, sá maður, sem finnur hana, er ekki lengur mold og aska, hann er konungur heimsins og sól og tungl og 11 stjörnur lúta honum. En hún er að því skapi vandfundin. f’ú hefur leitað hennar alla þína æfi, án þess að koma auga á hana. Þú kemur að hól; hægra megin liggur þjóðvegurinn. Hamingjan fer ekki þjóð- veginn — hugsarðu, og við götuslóðann vinstra megin veiztu af dá- litlu blómi, svolftilli hamingju, sem þú vilt heldur en ekki neitt. f'egar þú ert rétt kominn að því, slítur annar maður það upp fyrir augun- um á þér. Og á meðan fer sjálf hamingjan þjóðveginn hægra megin, Þú hefðir getað hlaupið beint í fangið á henni. Nú mætast vegir ykkar aldrei framar. Sumir komast aldrei svona nærri henni, sumir reyna aldrei að leita að henni. Hverjir eiga bágast, þegar lífið er ekki til vegna annars en hamingjunnar ? þetta er ekki lífsskoðun, sem heimspekingur gæti fært rök að. En skáldið Knut Hamsun hefur bygt á henni fallega sögu handa við- kvæmum og óskemdum sálum. Ef þú ert 18 ára, lesandi góður, þá náðu þér í hana sem fyrst. Semna meir hættirðu að trúa á landa- merkjalínuna milli þess himneska og jarðneska, þú sérð, að lífið er snúið af mislitum þáttum, uppistaðan í vef þess er ekki altaf samlit í- vafinu. f'á ferðu ef til vill að heimta af skáldsögum, að þær greini þræði hversdagslífsins, nemi gull úr jörðinni en ekki skýjunum. f’á kann þér að þykja Viktoría of fjarri veruleikanum og lífsskoðun hennar of skáldleg. Nema þú viljir þá reyna að lesa hana til þess að yngja þig upp eina kvöldvöku. Pó að Viktoría hafi ekki verið meðal þeirra útlendu bóka, sem mest erindi eiga til íslendinga, tel ég vel farið að alþýðan heima kynnist henni. Menn ættu að taka eftir stílnum, hvað hann er mjúkur og hvað sama blænum er haldið vel frá upphafi til enda. Hvað margt kemur lesandanum á óvart, persónurnar virðast stundum breyta í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.