Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 73

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 73
47 Jón Jakobsson) hefir gert sér far um að láta hana samsvara efninu. Og þetta hefir líka tekist Málið á henni er óvenjulega látlaust og laust við alla tilgerð og málskrúð, með öðrum orðum: einfalt, eins og hér átti bezt við. y q . VIÐBÆTIR VIÐ HINA ÍSLENZKU SÁLMASÖNGSBÓK með fjórum röddum. Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði hefur safnað lögunum og búið þau undir prentun. Rvík igi2. Þetta hefti er góður viðbætir við sálmasöngsbókina hans séra Bjarna. Alls eru lögin í hefti þessu 85, flestöll ágæt og falleg lög, og vel raddsett, enda eru mörg þeirra eftir önnur eins fræg tónskáld og Chr. Barnekow, A P. Berggreen, N. W. Gade, Edv. Grieg, I. P. E. Hartmann, Mendelsohn, Weber, C. E. F. Weyse o. fl. Sum lögin, einkum ensku lögin, eru þó fremur tilkomulítil, svo sem: »Hærra, minn guð, til þín«. Englendingar eiga sjaldan mikla tónlistargáfu. Þó lízt mér allvel á nr. 214 eftir Arthur Sullivan og nr. 232 eftir John E West. Mundi annars ekki vera tiltækilegt að sækja sálmalög til kaþólskra landa. Rússar t. d. eiga mikinn fjársjóð fallegra og ein- kennilegra sálmalaga og lofsöngva. — Fjögur lög eru íslenzk: hinn frægi Lofs'óngur Svb. Sveinbjörnssonar (nr. 184); gamalt íslenzkt þjóðlag (nr. 251): Vort traust er alt á einum f>ér, eftir Ólufu Finsen (nr. 228); Konungur lifsins (nr. 197) og Ó, blessa, gub, vort febra- frón{ nr. 216), eftir útgefandann sjálfan. Þetta síðasta lag er tilkomu- lítið og nokkuð slitrótt, en hin eru ágæt; einkum fellur mér nr. 197 vel í geð. 4 handhæg registur eru við bókina; þó hefði ég heldur kosið nafn tónskáldsins við hvert einstakt lag, en tónskáldaregistrið. Annars munu registur þessi koma að góðurn notum. // /4/ GUÐMUNDUR DAYÍÐSSON: SKÓGRÆKTARRIT. Gefið út af sambandi U. M. F. í. Rvík 1912. Þetta er { alla staði ágætisrit, og væri óskandi, að sem flestir vildu lesa það — og láta sér að kenningu verða, breyta eftir því. Ritið er í fjórum köflum, og er í hinum fyrsta fyrst yfirlit yfir sögu skóga á íslandi, um áhrif þeirra á landið, jarðveg þess og veðr- áttu, um hver not séu að skógi og hversu ræktun hans svari kostn- aði. í öðrum kaflanum eru margskonar leiðbeiningar viðvíkjandi skóg- rækt, bæði hverjar trjátegundir beri að velja til notkunar hér á landi og hverja aðferð skuli hafa við gróðursetning og viðhald skógarins o. s. frv. í þriðja kaflanum ræðir um trjágarða og skjólgarða, og í fjórða kaflanum um skógræktardaga, sem fyrst hófust í Ameríku, en síðar hafa fengið mikla útbreiðslu víða um lönd, og nú hafa haldið innreið sfna á íslandi á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar fyrir forgöngu Ung- mennafélaga íslands. Var það vel ráðið, að bæta þeim kaflanum við, því hann á ekki sízt erindi til okkar íslendinga. Vér skulum ekki fara frekar út í efni þessa fyrirtaks ritlings, en einungis skora á alla lesendur vora að kynna sér hann sem bezt. í rauninni ætti landsstjórnin að veita fé til að útbýta honum gefins á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.