Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 73
47 Jón Jakobsson) hefir gert sér far um að láta hana samsvara efninu. Og þetta hefir líka tekist Málið á henni er óvenjulega látlaust og laust við alla tilgerð og málskrúð, með öðrum orðum: einfalt, eins og hér átti bezt við. y q . VIÐBÆTIR VIÐ HINA ÍSLENZKU SÁLMASÖNGSBÓK með fjórum röddum. Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði hefur safnað lögunum og búið þau undir prentun. Rvík igi2. Þetta hefti er góður viðbætir við sálmasöngsbókina hans séra Bjarna. Alls eru lögin í hefti þessu 85, flestöll ágæt og falleg lög, og vel raddsett, enda eru mörg þeirra eftir önnur eins fræg tónskáld og Chr. Barnekow, A P. Berggreen, N. W. Gade, Edv. Grieg, I. P. E. Hartmann, Mendelsohn, Weber, C. E. F. Weyse o. fl. Sum lögin, einkum ensku lögin, eru þó fremur tilkomulítil, svo sem: »Hærra, minn guð, til þín«. Englendingar eiga sjaldan mikla tónlistargáfu. Þó lízt mér allvel á nr. 214 eftir Arthur Sullivan og nr. 232 eftir John E West. Mundi annars ekki vera tiltækilegt að sækja sálmalög til kaþólskra landa. Rússar t. d. eiga mikinn fjársjóð fallegra og ein- kennilegra sálmalaga og lofsöngva. — Fjögur lög eru íslenzk: hinn frægi Lofs'óngur Svb. Sveinbjörnssonar (nr. 184); gamalt íslenzkt þjóðlag (nr. 251): Vort traust er alt á einum f>ér, eftir Ólufu Finsen (nr. 228); Konungur lifsins (nr. 197) og Ó, blessa, gub, vort febra- frón{ nr. 216), eftir útgefandann sjálfan. Þetta síðasta lag er tilkomu- lítið og nokkuð slitrótt, en hin eru ágæt; einkum fellur mér nr. 197 vel í geð. 4 handhæg registur eru við bókina; þó hefði ég heldur kosið nafn tónskáldsins við hvert einstakt lag, en tónskáldaregistrið. Annars munu registur þessi koma að góðurn notum. // /4/ GUÐMUNDUR DAYÍÐSSON: SKÓGRÆKTARRIT. Gefið út af sambandi U. M. F. í. Rvík 1912. Þetta er { alla staði ágætisrit, og væri óskandi, að sem flestir vildu lesa það — og láta sér að kenningu verða, breyta eftir því. Ritið er í fjórum köflum, og er í hinum fyrsta fyrst yfirlit yfir sögu skóga á íslandi, um áhrif þeirra á landið, jarðveg þess og veðr- áttu, um hver not séu að skógi og hversu ræktun hans svari kostn- aði. í öðrum kaflanum eru margskonar leiðbeiningar viðvíkjandi skóg- rækt, bæði hverjar trjátegundir beri að velja til notkunar hér á landi og hverja aðferð skuli hafa við gróðursetning og viðhald skógarins o. s. frv. í þriðja kaflanum ræðir um trjágarða og skjólgarða, og í fjórða kaflanum um skógræktardaga, sem fyrst hófust í Ameríku, en síðar hafa fengið mikla útbreiðslu víða um lönd, og nú hafa haldið innreið sfna á íslandi á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar fyrir forgöngu Ung- mennafélaga íslands. Var það vel ráðið, að bæta þeim kaflanum við, því hann á ekki sízt erindi til okkar íslendinga. Vér skulum ekki fara frekar út í efni þessa fyrirtaks ritlings, en einungis skora á alla lesendur vora að kynna sér hann sem bezt. í rauninni ætti landsstjórnin að veita fé til að útbýta honum gefins á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.