Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Side 32

Eimreiðin - 01.09.1921, Side 32
288 ÞJÓÐGARÐAR [EIMREIÐIN í sambandi við það, sem áður er sagt má minnast □okkrum orðum á náttúru vors eigin Iands. Naumast verður sagt að vér íslendingar höfum fengið orð fyrir að vera sérlega náttúruelskir eða hrifnir af fegurð landsins. Minsta kosti hefir oss ekki þótt taka því, að friða nátt- úru landsins á einhverjum ákveðnum bletti, hvað þá heldur í stærri stíl. Fegurð landsins sjá margir útlend- ingar, sem hingað koma, og geta sumir hverjir aldrei dá- samað hana nógsamlega. Sannast hér sem oftar, að glögt er gestsaugað. Hér gera menn yfirleitt lítið að því að ferðast um landið til að skoða náttúru þess; og örfáir, til þess að gera, hafa séð fegurstu og tilkomumestu staðina á land- inu, þó að þeir séu sumir hverjir í grend við þjóðbraut. Ameríkumenn segja: Skoðum fyrst vort eigið land, áður en vér förum til útlanda. Og þeir hafa ekki látið sér nægja að horfa á laudið og dáðst að því, heldur hafa þeir sýnt það i verkinu, að þeir meta fegurðina, með því að varðveita um aldur og æfi hið fegursta, sem til er í náttúru þess. í þessu erum vér eftirbátar þeirra, eins og á fleirum öðrum sviðum. En hins vegar höfum vér látið oss sæma að ræna ýmsum náttúrugæðum landsins úr hófi fram. Þar höfum vér drýgt svo stóra synd gagnvart landinu, að seint verður afplánuð. Er nóg að benda á hvernig vér höfum farið með skógana og ýmsan annan jurtagróður, og hvernig vér höfum spilt dýralifinu undan- farnar aldir og áratugi, og gerum enn. Með ránshendi höfum vér látið greipar sópa um bygðir og ób}rgðir, þar sem einhverra náttúrugæða var von, og engri skepnu hlíft, hvort sem hún hafði nokkuð verðmæti fyrir oss eða ekki. Ótal dæmi mætti nefna sem sanna, að vér höfum níðst á náttúrugæðunum, ekki síður en sumar aðrar þjóðir. En vegna þess hve veðráttufarið hér á landi er bæði kalt og óstöðugt, hættir oss við að kenna því um, hvað landið er hrjóstrugt, beinabert og gæðasnautt, þó að sökin sé hjá oss, sem landið byggjum. Hér verður ekki hjá því komist að geta þess, að nú eigum vér bráðum á bak að sjá tveimur ránfuglategund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.