Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Page 78

Eimreiðin - 01.09.1921, Page 78
334 ATHUGASEMDIR UM KRISTNITOKUNA ieimreiðin inn fær i raun réttri ekkert. Hann gengur inn á það að afnema sjálfan sig, en hann sest ekki þar með í nein völd, sem hinir hafa hrifsað. Hann fær að eins að sitja kyr við sitt eins og hlaut að vera, og hinir sömuleiðis. Að þeir taka aftur úrsögn sína var engin ívilnun til »heiðinna« manna. Það var jafnt í beggja þágu. Þeir ganga að sjálf- sögðu inn í íslenska ríkið aftur þegar þeir eru búnir að hafa sitt fram, og það er orðið kristið ríki, og goðin rekin á dyr. Það má líkja þessu við verkfall á vorum dögum, þar sem verkamenn fengju kröfum sínum framgengt. Það kallar enginn það ívilnun af þeirra hendi þó að þeir taki þá til vinnu aftur. Nei, hér er um beinan sigur að ræða hjá kristna flokknum, og það sem biður úrlausnar er því þetta: Hvað var það, sem tefldi sigrinum í hendur kristna flokknum, þó að hann væri í miklum minni hluta? Þegar vér lesum Ólafssögurnar, Tryggvasonar, þá hlýtur það að vekja eftirtekt vora, hve ósleitilega Ólafur rekur kristniboð sitt. Nú vitum vér auðvitað ekki með vissu, hve áreiðanlegar sögurnar eru, en þó mun mega hafa fyrir satt, að andanum í kristniboði Ólafs konungs sé þar rétt lýst. Bæði hefir það geymst i minnum manna, og svo sýna merkin verkin, því Ólafur hefði ekki kristnað »5 lönd á 5 ár- utn«, eins og komist er að orði, ef hann hefði ekki gengið að því með oddi og egg. Það er eins og Ólafur Tryggva- son eigi í raun og veru aldrei nema eitt og sama aðal erindið við menn, og það er að kristna þá. Hitt er alt auka atriði. Engin friðindi eru of góð fyrir þá, sem kristn- inni taka vel. Þeir þágu af konungi fé og forráð, uppgjöf saka og góð kvonföng, en á hinn bóginn er ekkert til nógu grimmilegt handa hinum, sem þverskallast. Dauðinn sjálfur er þeim of mildur, nema hann sé kryddaður alls- konar herfilegustu pyntingum. Og Ólafur gekk ríkt eflir þessu. Hann lét ekki reka á reiðanum með kristniboðið. Hvar sem hann spurði, að einhver maður væri, sem stæði gegn trúnni, þá sendi hann eftir honum eða fór sjálfur, og hætli ekki fyrri en yfir lauk. Og nú hafði þessi konungur snúið sér að því, að krislna ísland.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.