Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 15
Kaflar úr fornsögu Austurlanda
15
borgir, hof og musteri, og fóru langar verslunarferðir til
fjarlægra þjóða á sjó og landi. 1 stuttu máli: grundvöll-
ur hinnar miklu Babylónarmenningar var verk þeirra.
Af myndum sjest, að Súmerar hafa verið gerfilegir
menn og fríðir sýnum, þeir voru stórnefjaðir og nefið
beint frá enni, augun stór og framstandandi beint sett,
en aldrei skáhöll, augabrýrnar miklar og oft samvaxn-
ar, vangarnir kjötmiklir og sljettir, kinnbeinin aldrei fram-
standandi, en sómdu sjer vel; svipurinn var allur hreinn
og greindarlegur. Súmerar líktust því fremur Európumönn-
um en Semítum og þeir voru mjög ólíkir Mongólum.
Súmerisk kona.
Karlmenn af Súmerakyni rökuðu at sjer hár og skegg,
svo hausinn var alveg ber, en kvennfólkið hafði langt hár.
Allar myndastyttur hafa krosslagðar hendur, hægri hönd-
ina ofati á hinni vinstri. Bað hefur jafnan verið og er
enn siður þjónustufólks á Austurlöndum að krossleggja
hendur á brjósti á þann hátt, er það bíður eftir skipun
húsbónda síns, og því hafa myndastyttur konunga og
presta krosslagðar hendur, af því þeir eru hugsaðir stand-
andi frammi fyrir guðdóminum sem þrælar eða þjónar
hans. Súmerar hafa í öndverðu ráðið fyrir allri Meso-
pótamíu, staðanöfn á þeirra máli benda til þess; suður-