Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 16
I’orv, 'l'horoddsen
i6
hluti Babylóníu hjet Súmer, en norðurhlutinn Akkad.
Annars vita menn svo sem ekkert um sögu þessarar
þjóðar og ríkjaskipun þar í landi. Að jafnaði hafa þar
líklega verið mörg smáríki, en stundum hafa hinir vold-
ugri smákonungar sölsað undir sig ríki nábúanna, svo
stærri ríki hafa myndast endur og sinnum. Pað er auð-
sjeð á fornmenjum, að konungdæmið hjá Súmerum hefur
staðið í nánu sambandi við trúarbrögðin, smákonungarnir
voru nokkurskonar goðar, höfðu bæði verslegt og and-
legt vald, færðu fórnir og voru yfirprestar í hofunum.
Súmeriskar konur og búningur þeirra.
Hofin hafa eflaust verið miðstöðvar allra menta og fróð-
leiks, því í þá daga voru trúbrögð og vísindi samgróin
í eina heild, þau voru eitt og hið sama. Aðalhofin voru
vanalega í stærstu bæjunum og þar voru voldugustu hof-
goðarnir eða smákonungarnir. Nöfn ýmsra höfuðstaða í
smáríkjunum þekkjast enn t. d. Lagasch og Úr, þangað
átti Abraham kyn sitt að rekja sem kunnugt er. Um
sögu þessara smáríkja hafa menn smátt og smátt verið
að safna ýmsum fróðleik, en eru enn stutt á veg komnir,
tímatalið er mjög á reiki, því mjög er örðugt að ákveða
aldurshlutföll hinna elstu fornmenja.