Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 19
Kaflar úr fornsögu Austurlanda
9
»?á sögðu þeir hver við annan: gott og vel! vjer skul-
um elta tígulsteina og herða í eldi, og tígulsteinarnir urðu
þeim að grjóti og jarðh'm að kalki«. íbúðarhúsin voru
flest lág og einlyft og þakið flatt, þar nutu menn loftsval-
ans á kvöldin í smáum lystihúsum og laufskálum, eins og
enn er títt á Austurlöndum. Göturnar voru mjóar, og
gluggalausir veggir út að þeim til þess að hin brennandi
sól hetði sem minstan aðgang að híbýlunum. Musterin
og hallir höfðingja og konunga voru gjörð með meiri
Súmeriskur prestahöfðingi.
viðhöfn, skrauti og íburði en hús einstakra manna, en
öll voru þau fremur lág og lúpuleg, flatvaxin en víðáttu-
mikil. Hjá hverju musteri var vanalega turn, ólíkur þeim
turnum, sem nú tíðkast, hver hæð var sjerstakt hús eða
þrep, sem minkaði er ofar dró, en steintröppur voru að
utan. Musterin í Babylón voru síðar með svipaðri gerð,
og hefur Herodót lýst þeim. Dyrastólpar og súlur must-
eranna voru oft úr hörðu, fægðu grjóti, en port og hurðir
úr hörðu trje oft útskornar með allskonar myndum, og
veggirnir þaktir með alabastursplötum, sumstaðar með
gullþynnum með upphleyptum myndum. Nátengd must-