Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 22
22
í’orv. Thoroddsen
og volduga herkonunga í Mesopótamíu snemma á 4. alda-
tuginum f. Kr. Peir lögðu undir sig fleiri þjóðir og meiri
landflæmi en nokkrir aðrir síðari konungar í Babylóníu
og Assyríu. Konungar þessir hjetu Sargon I og Naram-
Sin sonur hans og eftirmaður. Sargon er kendur við
Agade í Norður-Babylóníu og virðist hafa verið aflágum
stigum, en brotist til valda með miklum gáfum og dugn-
aði. Um herferðir konunga þessara hafa fundist allmiklar
áletranir og myndasteinar, reistir til endurminningar um
sigra þeirra. 1 álelrun einni segir Sargon konungur sjálf-
ur sömu söguna um upprun’a sinn, sem 2000 árum síðar
Innsigli Sargons konungs.
er sögð um Moses: »Móðir mín, sem var af göfugum
ættum, eignaðist mig í Azupiranu við Eufrat og fæddi
mig leynilega, hún lagði mig í örk úr reyrleggjum og
lokaði henni með jarðbiki; hún kastaði mjer síðan í fljótið,
sem bar mig til Akki vatnsberans, er fann mig, ól mig
upp og gerði mig að garðyrkjumanni. Ástargyðjan Ischtar
var mjer hliðholi og hóf mig til konungsdóms yfir hinu
svarthöfðaða mannkyni.* Virðist þetta benda til þess, að
einhver konungsdóttir hafi fengið ást á Sargon og hafið
hann til valda. Fræðimenn þykjast hafa komist því næst,
að Sargon þessi muni hafa verið uppi 3800 árum f. Kr.,
en aðrir setja hann 7 til 9 öldum síðar, enda er mikil
óvissa um tímatalið svo snemma á öldum; víst mun það,
að Sargon I. hefur ekki lifað síðar en um 3000 árum f.