Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 30

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 30
30 Vald. Erlendsson stórfje til þess ab geta reist honum veglegan minnis- varða. Á 17. öld áttu Danir í sífeldum ófriði og vsr Jótland alt hernumið oftar en einu sinni. Eftir að Kristján kon- ungur IV. skarst í þrjátíuárastríðið, óðu þeir Tilly og Wallenstein, eftir sigurinn við Lutter am Barenberge, yfir alt Jótland. Jótsku bændurnir óttuðust jafnmikið danska herinn, sem fór herjandi og brennandi yfir landið, sem hinn þýska, og höfðu Norðurjótar liðsafnað til að verjast hvorutveggju hernum; einkum vörðu Vendilbúar sýslu sína eftir megni og reyndu að hindra, að hersveitirnar kæmust yfir Lima- fjörðinn. Lars Dýrskjöt var þá höfðingi þeirra, en hann beið að vonum ósigur fyrir herliði Wallensteins, og rjeð Wallenstein svo lögum og lofum í Vendilsýslu frá í októ- ber 1627 til um hvítasunnuleytið 1629, er keisarinn kall- aði hann heim til Þýskalands og friðarsamningar hófust. í ófriðnum milli Dana og Svía 1643—45 tóku sænsku herforingjarnir Thorsteinson og Wrangel alt Jótland og lögðu undir sig. Vendilbúar einir reyndu sem oftar að veita óvinahernftm mótstöðu við Limafjörð, og hin gamla hetja Lars Dýrskjöt var enn foringi þeirra. En í orust- unni hjá bænum Nörre Sundby 1643 hjuggu hinir heræfðu Svíar um 700 Vendilbúa niður sem hráviði, en tóku þá höndum, er lifðu og gáfust upp. Par fjell gamli Lars Dýrskjöt, 84 ára gamall, eftir hreystilega vörn. Sænski herinn hegðaði sjer miklu ver en her Wallensteins hafði gert, og rændi, ruplaði og brendi stórbæi og herragarða tugum saman um alla Vendilsýslu. Nokkrum árum seinna, eða á árunum 1657—58, var aftur barist í Vendilsýslu í stríðinu milli Friðriks konungs III. og Karls Gústafs Svíakonungs, sem á einni viku lagði undir sig alt Jótland. 'Ennþá einu sinni reyndu Vendil- búar að veita fjandmannahernum viðnám, en vanst auð- vitað lítið á. Pó náðu Svíar ekki Hálskastala á vald sitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.