Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Síða 44
44
Vald. Erlendsson
Danmörku. Austan að bænum liggur hafið, blátt og
tært, eða hvítfreyðandi og tilkomumikið, eftir því sem
veðrið er. í norðaustri tæpa sjómílu frá landi, liggja
nokkrar eyjar og hólmar, um tuttugu að tölu. Helstur
þeirra er Hirtshólmurinn, sem er bygður, og fyrr á tímum
voru hólmverjar svó margir, að Friðrikshafnarsókn heyrði
til Hirtshólmsprestakalli. Nú eru þar aðeins um 20 hræð-
ur, mest starfsmenn við vitann og svo presturinn, setn
er líka skólameistari. Þótt eyjarskeggjar sjeu svo fáir,
er samlyndið mjög slæmt milli þeirra, og nýlega háðu
þeir presturinn og vitastjórinn einvígi og fengu báðir
stór sár, en hjeldu þó lífinu. Mikið var talað um þenna
bardaga í öllum dönskutn blöðum, og einkum var það
góður matur fyrir kýmnisblöðin. Pað er annars alþekt,
að ósamlyndi ríkir vanalega milli þeirra, sem neyddir eru
til að búa saman á eyjum eða skipum; má sem dæmi
tilfæra norðurpólsför Ámundsens. Flestir hásetar hans
hafa nú flúið frá honum, eftir því sem blöðin segja.
Hirtshólmsbúar hafa ávalt haft orð á sjer fyrir einfeldni
og einræningsskap. í*annig er sagt, að einu sinni hafi
komið tóa til eyjunnar með ís, og hafi dýr þetta skotið
þeim mikinn skelk í bringu. Peir vitrustu settust svo á
ráðstefnu og urðu að lokum sammála um, að það væri
hvorki naut nje hestur og varla heldur ísbjörn, en nær
sannleikanum komust þeir ekki.
I suðaustri, 3 */* mílu frá Friðrikshöfn, er Hljesey,
allstór eyja, um 3 mílur á lengd og 1 míla á breidd og
með hjerumbil 3000 íbúa. Sjest eyjan glögt frá Friðriks-
höfn í björtu veðri og frá hæðunum vestan við bæinn
blasir hún öll við. Mikill hluti af eyjunni er eyðisandar,
en miðbik hennar er -vel ræktað. Hljeseyjarbúar lifa þó
mest af fiskiveiðum, skipaströndum og sjómensku, og fara
þeir í æsku í siglingar um allan heim, en leita næstum
altaf heim til átthaganna aftur og kvongast þar. Blóð