Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 58
5»
Vald. Erlendsson.
getið. — Þar gerðist »Sommerglæder«, skáldsaga Herm.
Bangs. — í*að er lítill og friðsamlegur bær, kunnur sumar-
baðstaður og fyrir náttúrufegurð. Skógurinn fyrir vestan
bæinn er orðlagður fyrir fegurð og hafa málarar málað
mörg listaverk í þessum skógi, sem Sæbæjará liðast svo
fagurlega um. Hann er eins fagur og hinir fegurstu beyki-
og eikarskógar á Norðursjálandi. Skógurinn heyrir til hin-
Furreby-lækur við Lökken.
um forna og fræga herragarði, Sæbygaard, er liggur skamt
frá bænum.
Landið fyrir sunnan Sæbæ er flatt hálendi og skóg-
lítið um þrjár mílur í suður og suðvesturátt, en þá taka
við miklir skógar og háir hálsar, en það eru Allerup-
hæðir og Danahóll, og Stóriskógur í landi herragarðsins
Vorgaard, sem nú er í eign Eiríks Scaveniusar. Fyrir-
rennari hans og frændi Carl Scavenius, sem bjó mjög
lengi á Vorgarði, var einhver hinn nýtasti maður í Vendil-
sýslu, og hefur enginn unnið eða áorkað meiru fyrir
skógrækt og trjáplöntun í sýslunni en hann.
í Stóraskógi er Knösen, hæsti hnjúkurinn í Vendil-
sýslu, og er hann yfir 400 fet á hæð. Um Stóraskóg
rennur Vorsá, sem er hin stærsta og vatnmesta á í Vend-