Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 63
Vendilsýsla
63
um, en hún er sæluland fyrir alls konar dýr og fugla, svo
sem refi, hjera, rádýr, andir, gæsir, úrfugla, þiður og
spóa, höggorma og alls konar skriðdýr. Veiðimenn flykkj-
ast þangað vor og haust og verður ávalt mikið að fangi.
Við norðurenda Villimýrarinnar liggur hið fræga
gamla höfuðból, Börglum klaustur. Par býr nú ríkis-
þingmaður Rottböl. A miðöldunum var Börglum stund-
um konungsaðsetur og um margar aldir var þar biskups-
stóll í kaþólskum sið. Margir biskupanna voru miklir
Svanalundur í Hjörring.
ribbaldar, svo sem Jens Glob, sem loks var drepinn fyrir
yfirgang sinn í Hvidbjergkirkju, og biskup Tyge og eink-
um Stygge Krumpen; hann vann ýms hryðjuverk og
rak meðal annars nunnurnar naktar útúr nunnuklaustrinu
í Drotningarlundi. Krumpen var seinasti kaþólski bisk-
upinn í Vendilsýslu og barðist á móti siðbótinni og Krist-
jáni konungi III.
Enn skal nefna tvo mikla og merka herragarða í
Vendilsýslu, Birkelsi, sem er sunnan og vestan við
Villimýrina, og Kokkadal, sem liggur suður við Limafjörð
vestarlega. Par býr nú sonur Valdemars prins, Eiríkur
prins.