Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Qupperneq 75
Verksmiðjuiðnaður og þjóðarheilsa
75
gjörsamlega nauðsynlegur, og vjer hvorki getum eða eig-
um að forðast, en fyrir langa löngu höfum vjer í því efni
farið yfir takmörkin fróun þjóðarinnar að því er hreysti
snertir heimtar hreint og beint, að verksmiðjuiðnaðinum
sje haldið innan rjettra takmarka. Hann á og verður líka
að vera í samsvarandi hlutfalli við aðrar iðnir og atvinnu-
vegi. Hluthatar og stjórnendur verksmiðjuiðnaðarins hafa
líklega eigi rjett til þess að stofna öllu öðru fólki í þá
hættu, sem ógnar oss og allri menningu vorri með eyði-
leggingu. fað verður að stöðva dansinn um gullkálfinn,
áður en það verður ofseint.
Pessu munu nú líklega þjóðhagfræðingarnir svara:
Hvernig er þetta hægt? Fjárhagur ríkisins heimtar að
verksmiðjuiðnaðurinn sje aukinn, annars verður ríkið gjald-
þrota. Jeg vii svara með því að spyrja aftur: Er leyfi-
legt að fórna síðasta varasjóði vorum, þjóðarkraftinum og
framtíðarvænleik þjóðflokksins, til þess að vandræðunum
Ijetti um stundarsakir? Minnir þetta ekki óþægilega á
þann mann, sem er í hættuspili og þrífur til hins síðasta,
er hann á, ef til vill til hinna dýrustu menjagripa úr ætt
sinni, til þess að freista hamingjunnar enn einu sinni, en
með þeirri hættu að missa þá einnig, og standa síðan
með tvær hendur tómar sem beiningamaður, og ef til
vill grípa til þess óyndisúrræðis að fyrirfara sjálfum sjer?
Hvað hjáipa oss gullhrúgur, já öll auðæfi heimsins,
ef vjer sökum þeirra verðum að sæta miklum erfiðleikum
og þjóðin úrkynjast á tiltölulega stuttum tíma? fað er
enginn hægðarleikur fyrir einstakan mann að standast
allar töfrafreistingar auðæfanna. Pað er ef till vill enn
erfiðara fyrir þjóð að rata veg sjálfsafneitunarinnar, og í
staðinn fyrir að lifa í nautn og glaumi og gleði, að ala
aldur sinn við sparneytni og iðjusemi, sem leiðir til betr-
unar. Sú tíð mun eflaust koma, að verksmiðjuiðnaði nú-
tíðarinnar, sem eyðileggur þjóðflokkinn, verði haldið inn-