Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 77
Verksniiðjuiðnaður og þjóðarheilsa
77
nú að gefa út á ensku, til þess að fræða aðrar þjóðir rækilega
um sig, hefur hann ritað þátt um þjóðareinkenni Svía og annara
þjóða, Lappa o. fl., er Svíþjóð byggja, og fylgja ritgjörð
þeirri til skýringar ágætar myndir af mönnum í ýmsum stjettum
Eftir að náttúruvísindin hafa tekið svo miklum framförum,
hafa menn á síðustu áratugum getað rannsakað á áreiðanleg-
an hátt áhrif erfða, og leitt margt nýtt í ljós. Nú er það
ljóst, hvílík vitleysa það var, sem kent var á dögum stjórnar-
byltingarinnar miklu á Frakklandi, að allir menn fæddust jafn-
ir. Einhver hin ágætasta bók, sem rituð hefur verið um ætt-
gengismálefnið f heild sinni, er sArvelighed i historisk og
experimentel Belysning« eftir prófessor Wilhelm Johann-
sen (3. útgáfa, Kmhöfn 1918). Hann er nú orðinn heims-
frægur fyrir rannsóknir sínar, og rit hans þýdd á margar
tungur.
Það væri óskandi að einhver hinna góðu lækna vorra
vildi fræða almenning rækilega urn þetta málefni, því að
það er rjett, sem Herman Lundborg segir í einu af ritum sín-
um, að það ætti að verða hverjum manni ljóst, að þjóð af
góðu og traustu bergi brotin er hin bestu auðæfi sjerhvers
lands- B. Th. M.
Verðlaunasjóður vinnuhjúa.
Skipulagsskrá
fyrir
Verðlaunasjóð handa dug’leg'um og dyg’g'um
vinnuhjúum í sveit.
I.
1. gr. Tilgangur sjóðsins er að veita duglegum og
dyggum vinnuhjúum í sveit, konum sem körlum, viður-
kenningu eftir verðleikum þeirra, og efla og glæða jafn-
framt dug og dygð meðal vinnuhjúa. Sjóðurinn heitir því