Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 81
Skipulagsskrá
81
9. gr. I hverjum landsfjóröungi skal búnaðarsam-
bandið í fjóröungnum kjósa þriggja manna nefnd til þess
að taka á móti öllum tiliögum úr hreppunum um verðlaun
handa vinnuhjúum úr sjóðnum, og íhuga þær allar og
velja úr þau hjú, sem hún álítur maklegust verðlauna,
og gera síðan tillögur um verðlaun nokkru fleiri en verð-
laun verða veitt það ár, og senda síðan tillögur sínar og
allar tillögurnar úr hreppunum til sjóðsstjórnarinnar í
Reykjavík, er þá velur úr þeim og veitir verðlaunin.
Fjórðungsnefndirnar eiga rjett til að koma fram með
nýjar tillögur um verðlaunaveitingu til sjóðsstjórnarinnar,
ef tillögunefndirnar vanrækja það og einhverri fjórðungs-
nefndinni þykir þess þörf fyrir sinn landsfjórðung.
10. gr. Pessum síðari kafla skipulagsskrárinnar get-
ur Búnaðarfjelagið breytt með samþykki landsstjórnarinn-
ar og búnaðarsambandanna, þó eigi fyr en eftir tíu ára
reynslu, ef það kynni að koma í ljós, að annað skipulag
um verðlaunaveitingu úr sjóðnum kynni að vera betra og
hagfeldara.
Stjórn sjóðsins útvegar konunglega staðfestingu á
skipulagsskrá þessari; einnig skal hún fá samskonar stað-
festingu á þeim breytingum, sem kunna að verða gerðar
síðar við II. kafla skipulagsskrárinnar.
Kaupmannahöfn, Ole Suhrsgötu 18, 28. janúar 1921.
Bogi Th. Melsteb.
Til íhugunar um verðlaunasjóð vinnuhjúa
og skipulagsskrá hans.
Eins og jeg gat um í Búnaðarritinu 1918, bls. 168,
fylgdi loforðum Hreppamanna til Verðlaunasjóðs vinnu-
6