Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 88
Mannfjelagssiðferði
í staðinn fyrir eins og áður var skyldur við ákveðna menn,
— mannfjelagsskyldur í staðinn fyrir skyldur við einstaka
menn.
Á síðustu 50 árum hafa orðið miklar breytingar
bæði í efnahagslegu, fjelagslegu og pólitisku tilliti. Sök-
um þessara breytinga hafa skyldur manna gagnvart al-
ókunnum mönnum vaxið mjög.
Sem dæmi þessu til skýringar nefnir höfundurinn
skósmið á árunum 1870 og framkvæmdarstjóra fyrir skó-
gerðarhlutafjelagi 1920. Báðir eiga þeir viðskifti við
þrens konar menn: viðskiftamennina, verkmennina og
starfsfjáreigandann. En hvílík breyting!
Skósmiðurinn þekti hvern mann, sem gekk með skó
hans og vissi hvernig fætur hans voru lagaðir, eða ef
hann hafði líkþorn. Framkvæmdarstjórinn aftur á móti
hefur ef til vill aldrei sjeð neinn af þeim, er nota skó
hans; hann auglýsir þá og lætur umboðsmenn selja þá>
og af honum kaupa hinir og þessir menn, sem hann veit
eigi hverjir eru, og ef til vill eiga heima í fjarlægum
löndum.
Sveinar skósmiðsins sátu hjá honum í vinnustofu
hans og borðuðu við borð hans. Á milli þeirra var per-
sónulegt samband. Oðru vísi er þessu farið með fram-
kvæmdarstjórann. Hann hefur ef til vill aldrei sjeð neinn
af verkamönnum sínum. Hann lætur verkstjóra sinn semja
við þá, og hann á við einn mann úr verkmannafjelagi
skósmiðanna. Verkamenn framkvæmdarstjóra eru honum
ókunnir.
Og þá er starfsfjeð. Skósmiðurinn naut persónulega
trausts hjá þeim, sem hann fjekk starfsfje sitt hjá; það
voru viðskiftavinir hans. En starfsfje skógerðarverk-
smiðjunnar er hlutafje; eigendur þess eru ónafngreindir
menn, og hlutabrjefin ganga kaupum og sölum, svo um