Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 114
U4
t’rír Skotar
neyti 1906, var Bryce aðstoðar-landstjóri (Chief Secretary) á
Irlandi, en 1907 varð hann sendiherra Breta í Washington og
var það til 1913. Þótt éigi væri öðru til að dreifa, mundu
störf hans í þeirri stöðu ein vera nóg til þess að geyma nafn
hans 1 sögu Breta; svo miklu þykir hann hafa áorkað um
að treysta vin-
áttu- og sam-
vinnubönd milli
engil-saxnesku
þjóðanna báðu-
megin Atlants-
hafsins. Hef-
ur sendiherra
sjaldan verið
betur valinn í
stöðu sína en
Bryce var, því
auk þess að
hafa til brunns
að bera af-
burða vitsmuni
og þekkingu,
sem hvort-
tveggja naut sín
til fulls fyrir
langa reynslu
hans og mcð-
fædda góðfýsi,
mun hann þeg-
ar hafa átt
meiri vinsæld-
um að fagna 1
James Bryce lávarður. Ameríku en
nokkur annar
maður, er þá var á Englandi. Olli eigi litlu þar um hið
mikla ágæta rit hans i>7he American Commonwealthi., sem út
hafði komið 1888. í því hafði hann reist amerísku þjóðinni
fagran og traustan minnisvarða, og það kunni hún að meta.
Sagt er að flestir háskólar um víða veröld hafi heiðrað
Bryce með lærdómsnafnbótum og öðru slíku fyrir afrek hans.
Vjer íslendingar höfum verið lítils megnugir í því sem öðru,
en þó hefur Bókmentafjelagið gert það, sem það gat, með
því að gera hann að heiðursfjelaga sínum. Pað hefur hann