Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 117
W. P. Ker
17
(1897)*) og The Dark Ages (1904). Hvortveggja bókin er
um bókmentir Norðurálfunnar í heild sinni á miðöldunum og
í báðum eru forníslenskar bókmentir all-grandgæfilegar rædd-
ar. Það er þó ekki svo mjög á þann hátt, að sögð sje saga
þeirra, heldur eru þær gagnrýndar, bornar saman við bók-
mentir annara
þjóða og sýnt
hvað er sam-
eiginlegt og
einkennilegt.
Með því að
þetta er gert
af dæmafárri
skarpskygni og
víðtækum lær-
dómi, eru þess-
ar bækur Kers
nærri ómissandi
hverjum þeim,
er stundar fs-
lenska eða yf-
ir höfuð ger-
manska bók-
mentasögu. Þær ,
eru báðar snild
arlega ritaðar.
Með ritum
þessum hefur
prófessor Ker
unnið mikið að
því að vekja
athygli Breta á
íslenskum bók-
mentum, því að
bækur hans eru fjöllesnar, eftir því sem um slíkt rit gerist,
og enginn getur lesið þær án þess að veita efninu athygli og
heillast af þeim. Sem dæmi þess álits, er þær njóta, má geta
þess, að merkur írskur bókmentafræðingur sagði eigi alls fyrir
löngu, er hann vitnaði í »Epic and Romancez, að hún væri
»ein hinna hugðnæmustu og veigamestu bóka sögulegrar gagn-
rýni, sem nokkurn tíma hefðu ritaðar verið« (Desmond Mac
W. P. Ker.
*) Sjá ritdóm eftir dr. Jón Stefánsson í Eimreiðinni III, bls. 231—233.