Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 131

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Side 131
Friðriksborgar lýðháskóli 13 1 Begtrup ætlaði, að hann gæti reist skólann fyrir 35 þús- undir kr., og óskaði að fá 20000 kr. að láni eða tryggingu fyrir þeim frá þeim mönnum í Friðriksborgaramti, sem vildu styðja að því að skólinn kæmist á stofn. Hann fekk þetta fje þegar á tveimur hinum næstu mánuðum. 3500 kr. fekk hann að gjöf til skólans, 6500 kr. að láni gegn engri tryggingu nema viðurkenningu hans, og fyrir 10000 kr. fekk hann tryggingu. En skólahúsið reyndist dýrara en hann hugði, og gekk þá C. F. Tietgen í ábyrgð fyrir 20000 kr. fyrir hann. Holger Begtrup var hálffertugur þá er hann braust í því að koma lýðháskóla sínum á stofn. Hann er fæddur 28. júní 1859 í Birkirödsprestssetri, sem er hjer um bil 3 bæjarleiðir fyrir sunnan Friðriksborg. Hann varð stúdent 1876, candidat í guðfræði 1880 og vann verðlaunagullpening háskólans 1883. Árið áður gerðist hann kennari t Askov, og giftist 1884 Jóhönnu Lange frá Kaupmannahöfn, sem jafnan hefur verið honum mesta stoð og stytta. Á æskuárum Begtrups var Hostrup skáld prestur í Hilleröd, og kom hann oft til hans með föður sínum. Á stúdentsárum sínum kendi Begtrup Helga syni hans norrænu, og kyntist hann þá Hostrup enn betur. Hostrup var ágætur maður, sannur mannvinur og frjálslyndur, og vildi vekja og glæða sannan kristindóm og alþýðumenningu hjá þjóð sinni. Segir Begtrup, að hann hafi haft mikil áhrif á sig, og vakið hjá sjer tilfinningu og áhuga á danskri kristilegri upplýsingu. Þá er sjera Hostrup fjell frá 21. nóvember 1892, fór Begtrup fyrst að hugsa um alþýðufræðslu í átthögum sínum, þótt hann bæri það mál upp tveim árum síðar. Á meðan Begtrup var í Askov, varð hann þjóðkunnur maður fyrir mælsku sína. Hann var þá oft fenginn víðsvegar að til þess að halda fyrirlestra, og hafði hann í árslok 1893 haldið 2000 fyrirlestra hingað og þangað 1 Danmörku í frí- stundum sínum við kensluna í Askov, og unnið traust margra góðra manna. Fyrir því gekk honum svo greitt að koma skólanum á stofn. Hjer er eigi rúm til þess að rekja sögu Friðriksborgar lýðháskóla. Að eins skal þess getið, að skólinn fekk skjótt orð á sig sem einn hinn besti lýðháskóli í Danmörku; urðu því margir til að sækja hann, svo að um 8000 ungra manna höfðu gengið í hann, er hann var 25 ára. í’ar er vetrar- skóli fyrir pilta í 5 mánuði (nóvember—mars) og sumarskóli (maí—júlí) fyrir stúlkur. Auk þess eru námsskeið stundum í Friðriksborgar lýðháskóla á sumrin, og má sjerstaklega nefna, 9*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.