Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 132
132
Holger Begtrup
að þar hefur á síðari árum verið viku námsskeið fyrir Kaup-
mannahafnarbúa, sem hafa komið þar til þess að hlýða á
fyrirlestra og njóta sveitavistar.
Ymsir íslendingar, bæði piltar og stúlkur, hafa sótt Frið-
riksborgar lýðháskóla. Þeim hefur þótt gott að vera þar.
Þótt sumir þeirra hafi fyrst beðið um inntöku í skólann í
nóvember, þá er hann hefur verið byijaður og hver bekkur
skipaður, hefur Begtrup þó ávalt haft einhver ráð til að veita
þeim viðtöku og fá þeim húsnæði.
Friðriksborgartýðháskóli.
Eins og margir lýðháskólamenn er Holger Begtrup mjög
vinveittur íslandi og íslendingum. Hann er svo vel að sjer í
íslensku, að hann les fornsögur vorar viðstöðulaust á íslensku,
og hann er mjög fróður um hinar fornu bókmentir vorar.
I’rátt fyrir mikil kenslustörf og skólastjórn hefur Begtrup
ritað mjög mikið. Stærsta verk hans er »Det danske Folks
Historie i det ig. Aarhundrede«, mikið rit í tveim bindum,
rúmar 1200 bls. í stóru broti. Af sögu þessari er nú komin
út 2. útgáfa endurbætt, og kostar hún að eins 16 kr. óib.,
en 22 kr. í ljereftsbandi, og er hún þó prýdd með mörgum
myndum. Saga þessi er ágæt alþýðubók. Hún sýnir hvernig
Danir kenna sögu sinnar eigin þjóðar í þeim lýðháskólum,
þar sem hún er best kend. Begtrup hefur í mörg ár kent
sögu Dana á 19. öld í lýðháskóla sínum, og sögubók hans
ber þess menjar bæði að efni og sniði Takmark hans hefur
verið að skýra frá þróun þjóðlífsins. Hann kveður það vera