Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 134
34
H. Bæk
sagnaritari Svía, og eitt af mestu skáldum þeirra; einnig
var hann ágætt tónskáld. Hann ritaði mjög mikið, eigi
að eins sögurit, heldur og um heimspeki og trúbrögð, en
langmerkust eru tvö sögurit hans um sögu Svía: »Svea rikes
hafder« og sSvenska folkets historia«, þótt honum tækist eigi
að ljúka við rit
þessi. Hann
kunni manna
best að finna
hið þýðingar-
mesta og sýna
höfuðstraum-
ana í þjóðlífi
Svía. Mál hans
var einkenni-
legt, hreint og
kraftmikið, en
laus var hann
við alt málskrúð
og mælgi. Hann
hefur verið
nefndur faðir
hinnar nýju
sagnaritunar
Svía.
Geijer var
fæddur á sveita-
bæ, Ransáter á
Vermalandi r 2.
janúar 1783 og
dó 1 Stokkhólmi 23. apríl 1847. Hann varð stúdent 1799,
og fór þá til Uppsalaháskóla. í’ar tók hann meistarapróf í
heimspeki og fór síðan til Englands. 1810 varð hann kenn-
ari í sagnfræði við háskólann í Uppsölum og prófessor sjö
árum síðar; eftir það tók hann mest að gefa sig að sagna-
ritun. Sem háskólakennari þótti hann ágætastur allra í Upp-
sölum á sinni tíð, og einn hinn ágætasti er þar hefur verið.
Geijer gaf sig töluvert að opinberum málum.' Hann var
íhaldssamur og konungshollnr, en gerðist frjálslyndari er hann
þroskaðist. 1838 ljet hann uppi hinar frjálslyndu skoðanir
sínar og krafðist almenns kosningarjettar o. fl.; vakti það mikla
gremju í Uppsölum og hina mestu athygli um alla Svíþjóð,
enda hafði það hin mestu áhrif um alt land, Snerust íhalds-