Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 142
42
Frederik Faasche, Kong Sverre.
Frederik Paasehe, Kong1 Sverre. Kristiania 1920
(H. Aschehoug & Co.). Bls. 4+303-1-1. 8. Verð 13 kr.
Fyrir 20 árum gaf Gustaf Cederschiöid (sjá Ársritið
IIII, 171 —173) út bók um Sverri konung. Hún er vel og
skipulega samin, glögg og gagnorð. En takmark höfundarins
var að skýra að eins frá hinu helsta, því hann ritaði bók
sína til að fræða Svía alment um Sverri og sögu Norðmanna
á hans dögum. Saga Sverris, sem hjer ræðir um, er eftir
norskan vísindamann, próf.dr. Paasche. Hann ritarhana handa
Norðmönnum, og höfundinum er eigi markaður bás svo sem
Cederschiöld, enda er bók hans helmingi stærri. Hún er líka
hið fullkomnasta rit, sem út hefur komið um Sverri, og hið
merkilegasta næst hinni fornu íslensku sögu Sverris konungs
eftir Karl ábóta. Sverrir konungur var einhver hinn merkasti
maður og duglegasti í Noregi á miðöldunum og eflaust ein-
hver hinn mesti maður, sem setið hefur þar að ríkjum Dr.
Paasche setur Sverri í samband við hina almennu sögu á
hans tímum, og segir rækilega frá deilum hans við kenni-
menn og páfa, með því að skýra frá kirkjumálum og kirkju-
rjetti á þeim tímum; er bók hans nauðsynleg fyrir þá, sem
vilja kynna sjer sögu Noregs t lok 1 2. aldar; einnig er mikil leið-
beining að henni, er menn lesa hina fornu sögu Sverris konungs.
Daniel Bruun, Turistruter paa Island I—II, verð
4,75 hvort bindi. Bækur þessar eru 2. útgáfa endurbætt og
í Pjórsárda..