Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 148
148 Góður bóndi og nýtur fjelagsmaður
hann og fjölskylda hans sjer ant um að hann lærði eitthvað
gott og gagnlegt. Haustið 1884 komst hann af atviki á
Búnaðarskólann í Ólafsdal og var þar í hálft annað ár, og
naut þar, eins og aðrir nemendur í skólanum, bóklegrar og
verklegrar búnaðarkenslu. Torfi Ólafsson var hinn mesti
áhugamaður,
eins og kunn-
ugt er, og hafði
hann góð áhrif
á Magnús;hefði
hann að líkind-
urn ekki orðið
það, sem hann
varð, ef hann
hetði eigi verið
undir handar-
jaðri Torfa; ætl-
ar svo Magnús
sjálfur.
í Knararhöfn
bjó Magnús í
5 ár. Þá flutti
hann að Arnar-
bæli á Fells-
strönd og bjó
þar 11 ár(i892
—1903), uns
hann flutti að
Staðarfelli. Á
öllum þessum
jörðum hefur
Magnús gert allmiklar jarðabætur og hýst þær vel; sýnir
myndin af Staðarfelli, hvernig heimahúsin eru þar. Hann
hefur líka fengið opinbera viðurkenningu fyrir jarðabætur sínar,
tvisvar verðlaun úr ræktunarsjóði landsins og enn fremur verð-
laun úr sjóði Kristjáns konungs níunda.
Þau Magnús og Soffía hafa eignast fjögur börn; mistu
þau eitt þeirra í bernsku, en efnilegan og uppkominn son
rúmlega þrítugan, Gest, mistu þau í fyrra haust 2. október
(1920) ásamt fóstursyni sínum og tveim góðum vinnuhjúum;
druknuðu þau öll á Hvammsfirði. Á lífi eru tvær dætur, sem
báðar eru giftar. Magnús og þau hjónin lögðu stund á að
manna börn sín og fósturson sem best, og átti sonur hans