Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 149
Góður bóndi og nýtur fjelagsmaður
149
að taka við búi að Staðarfelli eftir foreldra sína. En er það
brást, tóku þau það ráð, sem vænlegast var, að gefa jörðina
með húsum til nytsams fyrirtækis. það eru eðlilega deildar
meiningar um hvað nytsamlegast og nauðsynlegast sje á Is-
landi nú sem stendur. Sumir halda fram skólum, en þess
ber að gæta, að þeir hafa á íslandi lengstum verið einungis
íræðslustofnanir, en minni stund lögð í þeim á gott uppeldi,
sem er miklu yfirgripsmeira en almenn fræðsla, og hið nauð-
Staðarfell á Fellsströnd 1920.
synlegasta fyrir hverja kynslóð og þjóðina í heild sinni. Aðrir
telja nauðsynlegra að brúa vel illa og ófæra keldu og halda
brúnni rækilega við, en að reisa skóla. Hvorttveggja er mjög
nauðsynlegt, og hver sem vill athuga allar ástæður á íslandi,
hlýtur að sjá, að þar er margt nauðsynlegt ógert, og nóg
nauðsynleg verkefni fyrir- hvern, sem vill vinna þjóðfjelaginu
gagn.
Magnús hefur verið þarfur maður í sveit sinni. Hann
hefur setið í hreppsnefnd síðan 1890 og verið hreppsnefndar-
oddviti í hjer um bil 20 ár. Hann hefur verið sýslunefndar-
maður síðan I907 og í stjórn sparisjóðs Dalasýslu í 12 —14
ár, í stjórn hlutafjelagsins »Breiðaflóabáturinn« síðan það var
stofnað 1916. Einnig hefur hann verið í stjórn Búnaðarsam-
bands Dala og Snæfellsness síðan það var stofnað 19I4,