Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 4
4
Menn ræða lílca um manninn í sambandi við
annað lif. Menn spyrja um uppruna hans og ætt-
erni. Eins og menn sjá mynd himinsins í hinu
tæra vatni lindarinnar, eins verða menn varir við
mynd svo óumræðilega fagra og göfuga í manns-
sálinni, að menn spyrja, hvers mynd það sje. Það
er rætt um manninn í sambandi við rjettlátan og
kærleiksríkan guð, sem dæmir og sem fyrirgefur.
Það er rætt um hann sem þann, er ber ábyrgð
fyrir hugsanir, orð og gjörðir. Það er talað um
hann sem þann, er inniluktur er í óumræðilegasta
kærleik, sem þann, er guð sjálfur hefur borið svo
viðkvæma ást til, að hann hefur gengið í dauðann
fyrir hann, vesælan manninn, til að frelsa hann
frá valdi hins illa og hinum yztu myrkrum. Menn
hugsa um hann sem þann, er verða megi hinnar ó-
umræðilegustu gleði aðnjótandi, svo framarlega
sem hann snúi sjer að hinum frelsandi kærleika.
Og menn virða hann fyrir sjer sem þann, er hafn-
ar og hrindir líkninni frá sjer og gengur lengra
og lengra út í það myrkur, sem engin leið liggur
út úr aptur.
En hví er svo lítið rætt um þetta ávorumáli?
Hví er svo lítið talað meðal vor um þau mál, sem
setja hugi mannamest í hreyfing úti í heiminum?
Hví göngum vjer fram hjá viðkvæmustu tilfinn-
ingum mannshjartans eins og vjer þekkjum þær
ekki? Hví er hið innsta og sannasta í manneðli-
nu látið hlutlaust eins og það komi oss ekkert við ?
Hví situr hugsun vor eins og prinsessa í álögum
og mælir ekki orð frá munni í þeim efnum, sem
ættu að vera henni ljúfust?
Þegar vjer lítum yfir efnisskrá tímarita vorra