Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 72
72
þjóðina úr tröllahöndum eða vantrúarhringförinni,
sem þangað stefnir. Menn bíði ekki þangað til
eitthvert framúrskaranda stórmenni kemr fram á
sjónarsviðið og býðst til að vinna þetta þrekvirki.
Smámennin geta unnið þrautina, ef þau taka hönd-
um og hjörtum saman, taka með sér sverðið og
láta hnoðað vísa sér veginn. Það þarf með öðr-
um orðum að hleypa kristindóminum á stað meðal
þjóðar vorrar, með anda og lífl, -— ekki að eins
sem einstaklings-málefni, heldr virkilegu félags-
málefni.
Þegar kristindóminum, einmitt slíkum kristin-
dómi og hin lúterska kirkja vor í sínum trúar-
játningum heldr fram, hefir fyrir alvöru verið
hleypt á stað sem félagsmáli meðal þjóðar vorrar,.
þá verðr líka fyrir alvöru farið að hugsa um endr-
bót nútíðar-upplýsingarinnar íslenzku, þá verðr
heima á Islandi farið að laga skólana þar, svo þeir
miklu betr en nú geti gefið þeim, sem í þágangar
heilsusamlegar lexíur fyrir lifið. þá verðr farið að
stöðva straum íslenzku stúdentanna til Kaupmanna-
hafnar, eða að minnsta kosti gjalda varhuga við
þeirri drepandi lífsskoðan, sem þangaðhefir nú ver-
ið sótt langt um of lengi. Og því betr sem kirkju-
félagi voru hér tekst að gjöra kristindóminn að fé-
lagsmáli fyrir þjóðflokk vorn í þessu landi, því
brýnni og hráðari verðr í huga Vestr-íslendinga
þörfin á því, að skólahugmynd þessa sama kirkju-
félags nái að verða sögulegr virkilegleikr.
Þegar maðr gengr með kristindóminn út í lífið,
lætr hann vísa sér leiðina eins og hið undarlega
hnoða, sem rann á undan manninnm seinast í æf-
intýrinu, þá lendir maðr aldrei út í þessa hásklegu