Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 79
79
hana frá Þýzkalandi og yfir um til íslands. Þaðf
hvernig tekið var í strenginn á Islandi, hvernig
þeirri stefnu yfir höfuð var mætt þar, verðr hinni
islenzku kirkju vorri aldrei til sóma. Þess vegna
er það líka, að þessi stefna er þegar búin að búa
töluvert um sig meðal fólks vors bæði á háum og
lágum stöðum. Hún á þegar sína talsmenn, sem
opinberlega tala máli liennar, ekki að eins meðal
vor hér í Ameríku, heldr einnig heima á Islandþ
þó þar sé enn þá farið með neitanina í nokkurs kon-
ar pukri. Kirkja vor, sem í skjaldmerki sínu ber
guðdóm frelsarans og hið guðlega vald, sem allir
eiga að beygja sig fvrir, má ekki sitja hjá og horfa
á þegjandi, heldr hlýtr hún að taka til máls, ekki
vegna þess, að sannleikanum sjálfum sé nokkur
hætta búin, heldr mannanna vegna, sem kunnaað
villast frá sannleikanum.
Forkólfar þessarar antikristilegu stefnu um miðja
öldina voru þeir David Fr. Strauss, algyðistrúmaðr,
og dr. Schenkel, guðfræðingr, báðir Þjóðverjar,
og svo hinn frakkneski rithöfundr Renan. Þótt
ekki væru þeir hinir Strauss sammála í öllu, þá
voru þeir þó allir á sama máli um það, að Jesús.
Kristr hefði ekki verið annað en maðr. Enn fremr
var þeim það sameiginlegt, að þeir neituðu öllu
ytra guðdómlegu valdi guðlegrar opinberunar og
öllum yfirnáttúrlegum viðburðum. Hvað flýtr af
öðru. Það er eigi unnt að trúa yflrnáttúrlegum
viðburðum, ef guðlegri opinberan er neitað; því
hver yfirnáttúrlegr viðburðr er guðleg opinber-
an. Og það er ekki unnt að trúa guðlegri opin-
beran, ef yfirnáttúrlegum viðburðum er neitað;
því guðleg opinberan er yfirnáttúrlegr viðburðr.