Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 53
53
því, að neita tilveru þess, sem verst er í heimi,
en endar svo loks með því, að trúa á tilveru þess,
sem hún upphaflega neitaði, þess og einskis annars.
Eg endrtek þessa mína staðhœfing: Vantrúin hefir
sinn gang með því að segja, að enginn djöfull og
ekkert helvíti sé til, og svo þroskast hún sínum
náttúrlega vexti, þangaðtilí ímyndan hennar djöf-
ullinn ræðr yfir tilverunni sem ótakmarkaðr ein-
valdsstjóri og tilveran sjálf verðr að biksvörtu, eilífu
helvíti. Hún byrjar sem optimisti, svo undr mann-
úðlegr og barnalegr, sem einblínir á hina björtu
hlið heimstilverunnar, svo að hin svarta hlið henn-
ar hverfr algjörlega, — fyrst það af hénni, sem
svartara er en allt annað, og síðan hún öll. Þegar
hið svartasta er horfið, þá fer að birta yfir hinu,
sem er minna svart. Syndin svona almennt léth
ist smásaman á metaskálunum, þangað til hún
missir allan þunga, er ekki lengr neitt hættuleg.
Það er slegið stryki yfir hana. Hún er ekkilengr
til. Það er óhætt að danza í gegnum lífið upp á
það. En svo kemr það, þegar minnst vonum varir,
upp úr kafinu, að lífið hefir líka svarta hlið, lífið
er ekki og getr ekki verið tómr leikr. Hinn illi
virkilegleikr sýnir sig. Það dimmar í lofti. Sól-
skinið og veðrblíðan hættir. Maðr er staddr í
biksvartri þokunni, og svo skellr á stormr og stór-
hríð, sem alveg gjörir út af við hina upphaflega
björtu lífsskoðan. í staðinn fyrir allan optimis-
m.usinn kemr nú pessimismus, sú trú, að allt þetta
góða og bjarta, sem áðr sást, hafi að eins verið
ímyndan, töfrasjón, stundartál, sé í rauninni ekki
til, að eins þetta illa og fagnaðarlausa, sem nú er
fyrir augunum, — að eins það sé til. Það hefir