Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 71
71
prógTammi, skýrt afmarkaðri, sameiginlegri trúar-
játning, að þessar eftirþráðu betri og bjartari tiðir
geti komið. Og nú hugsa eg aftr til æfintýrisins,
sem eg dró fram í fyrra hluta þessa fyrirlestrs,
þess hlutansaf því, sem eg þánálega alveg sleppti
og sem segir frá því, hvernig hinn konungborni
ungi maðr varð frelsaðr úr tröllahöndum. Það
fannst maðr, sem til þess dugði að frelsa hann
þaðan. í flestum æflntýris-útgáfum er það enginn
tiginn eða mikilsháttar-maðr, heldr þvert á móti
lítilfjörlegr kotdrengr, sem í sjálfum sér hafðiekk-
ert nema einbeittan vilja. En með þeim vilja hefði
hann þó engu áorkað. Fóstra hans eða móðir hans
eða einhver önnur vinsamleg kvennpersóna, sem
ber velferð hans fyrir brjósti, fær honum nokkuð,
sem honum var lífsnauðsynlegt til þess að leitin
hans eftir hinum týnda konungssyni gæti hepp-
nazt og hann fengi náð honum úr höndum tröllanna.
Hún fær honum sverð og hún fær honum hnoða,
og þetta hnoða rann á undan honum og vísaði hon-
um veginn. Það nam ekki staðar fyr en komið
var þangað sem tröllin höfðu hinn heillaða kon-
ungsson á valdi sínu. Þegar þangað var komið,
þá þurtti hann á sverðinu að halda. Það var þess-
um gripum að þakka, að ferðin heppnaðist, hinum
umkomulausa alþýðudreng tókst að frelsa konungs-
soninn. Það er hnoðað og sverðið, sem eg nú legg
alla áherzluna á. Orð hinnar kristnu opinberunar,
sem hin lúterska kirkja vor, hin andlega fóstra
islenzkrar alþýðu, réttir að hverjum einstaklingi
þjóðarinnar, er slíkt hnoða og slíkt sverð. Með
það hnoða á undan sér og með það sverð i hendi
sér er óhætt að leggja á stað til þess að frelsa