Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 95
95
Og er það eiginlega óvanalegt að kalla þann mis-
mun ósamkvæmni.
Lindin, sem gefr hið tæra vatn, náman sem
hinir tindrandi gimsteinar íást úr, — það er guðs
orð. Enginn trúarlærdómr heíir nokkurt trúarlegt
gildi, nema hann sé byggðrá guðs orði. En biblí-
an er engin fræðibók í trúarlærdómum (engin
dogmatik). Þar er ekki verið að liða sundr trúar-
atriðin og skilningslega að gjöra grein fyrir þeim.
Biblían er saga; og þar sem kennt er, þar er að-
eins sagt frá sannleikanum eða sannleikrinn er
sagðr blátt áfram, en hann er sagðr með guðdóm-
legu valdi. Faðirinn heimtar t. d. að barnið hlýði,
þó það skiiji ekki til fulls skipan hans. Með sama
valdi talar guðs orð — eins og það tali til barna.
0g fyrir guði eru líka allir börn, svo það er á
þann hátt að búast má við, að hann tali í orði
sínu. Vér getum því ekki ætlazttil að finna trúar-
lærdómana i sama formi í biblíurmi og kirkjan kenn-
ir þá í. Til þess að trúarlærdómarnir séu biblíu-
lega sannir, þá þurfa þeir að vera í organisku sam-
hengi við hinn opinberaða sannleika eins og hann
finnst í biblíunni, en þeir þurfa ekki að vera fram-
settir með sömu orðum og þeim, sem finnast í biblí-
unni, til þess að geta heitið biblíulegir. Sá, sem
ætlast til þess, sýnir, að hann skilr ekki eðli guðs orðs
og skilr heldr ekki hina kirkjulegu trúarlærdóma.
Og hann skilr einmitt ekki og þekkir ekki hið
organiska, lifandi samhengi, sem er á milli orðs-
ins og trúarlærdómanna. Einmitt vegna þessa
organiska samhengis hljóta þeir, sem neita trúar-
lærdómunum sjálfum, að neita guðs orði líka. Það
mun brátt verða sýnt, að þeir gjöri einmitt það,