Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 56
56
þeir enga sögu hugsað sér svo, að hún ekki fari
illa, endi í svörtu mvrkri. Einstaklingslíflð getr
margoft byrjað hjá þeim eins og æfintýri, svo bjart
og inndælt og fullt af von, en það endar nærri
því undantekningarlaust eins og tröilasaga. Svo
þessi birta, sem yfir lífinu var i upphafi, þessir
vonargeislar, sem þá stöfuðu niðr á mannssálina,
þessi lífsþrá og ljóssþrá, sem hjartað var fullt af',
þegar æfigangan út í heiminn hófst fyrir alvöru,
— það verðr, þegar komið er nokkuð langt áfram
í sögunni, manni að eins til kvalar og særingar.
Kristján Jónsson yrkir eitthvert mesta og átakan-
legasta kvæðið sitt út af voninni, en hann endar
kvæðið með þessum ógleymanlegu orðum:
»Vonin lífs er verndarengill,
von, sem þó er að eins tál«.
Það mætti setja þessi niðrlagsorð úr því kvæði
sem einkunnarorð eðamottó yfir reaZwto-skáldskap
vorrar tíðar öllum í einni heild. Hann stefnir allr
út í eilífa auðn vonleysisins.—Það er eins og tjöll-
in mörg á íslandi, sem einu sinni voru alþakin
gróðri og ríku jurtalífi, hulin skógi og grœnum
grösum frá rótum og upp á efstu brúnir, en nú
standa með öllu afklædd sínum forna búningi, ber
og alrúin eins og svartir dauðans minnisvarðar.
Þau höfðu einu sinni heilmikla framtíðar-lífsvon í
för með sér, þessi fjöll. Þau báru hana utan á
sér. Þau minna á því skeiði æfi sinnar á hina lífs-
glöðu og vonarfullu, ungu og upprennandi einstak-
linga í æfintýrunum. En svo lagði náttúruafl eyði-
leggingarinnar sig yfir þessi fjöll, án þess nokkur
maðr reyndi til að hindra eða gæti hindrað. Og
svo standa þau þar, biksvört, hrikaleg og hugg-