Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 7
7
»Ungur gekk jeg út í lífið«, segir samferða-
maður minn, »með lífsgleðina titrandi í hverjum
vöðva. Mjer fannst lífið fullt af fögnuði og mjer
fannst það vera í skuld við mig um þennan fög-
nuð. . Alla, sem hjálpuðu mjer til að vera glaður,
áleit jeg mína beztu vini. Hina, sem varpa vildu
skugga alvörunnar yfir mitt unga líf, áleit jeg ó-
vini mína. Þáforðaðist jeg; hinum fylgdi jeg, hvert
sem þeir fóru með mig.
Hún móðir mín hafði talað við mig um guð
meðan jeg var barn. Mörg bænarorð kenndi hún
mjer. Og mjer var opt heitt um lijartað, þegar
jeg las bænirnar mínar á kveldin og hún móðir
mín sat á rúmstokknum hjá mjer og bað guð að
blessa litla drenginn sinn. Mjer fannst jeg vera
þá guði svo nærri.
En svo óx jeg upp. Sollurinn óx í kringum
mig. Jeg steypti mjer útí hann. Hún móðir mín
hafði ekkert taumnald á mjer lengur. Þá fann
jeg, að jeg fjarlægðist guð smátt og smátt. Loks-
ins hvarf hann með öllu úr huga mínum.
Jeg fór að njóta alls þess, sem lífið hefur að
bjóða. Engan gleðibikar ljet jeg ótæmdan. Jeg
vildi fá að leika á alla strengi lífsins. Hamslaus
gekk jeg frá einu drykkjarborðiuu til annars, úr
einum danssalnum, í annan, af einum ástarfundi-
num og á annan. Mjer fannst þetta hið eina, er
hefði nokkurt aðdráttarafl fyrir mig. Og þegar
jeg komst í vafa um, hvort þetta væri rjett eða
ekki, svaraði jeg ætíð sjálfum mjer: já, því ekki
það ? Lífið er skammvinnt og á svipstundu horfið.
Lífsneistinn í brjósti mínu slokknar á sínum tíma
eins og ljósið, þegar olían er brunnin. Jeg verð