Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 20
20
byggt kastala sinn þar, sem eldsumbrot eru í jörðu
niðri.
Það er sí og æ verið að bregða kristnum mönnum
um ófrjálslyndi. I hverju er þáþeirra ófrjálslyndi mest
innifalið? I fastheldni þeirra við lífsskoðun sína.
Hún er þeirra mikla synd í augum andstæðinganna.
Sú lífsskoðun heldur því fram, að frelsi andans,
frelsi sálarinnar sje skilyrði fyrir frelsinu í þess ytri
mynd. Einungis sá maður sje frjáls, sem losazt hafi
úr fjötrum eigingirni og sjálfselsku og brotið hafi á
bak aptur vald liins illa yfir sínum innra manni.
En þetta geti enginn, nema guðs heilagi andi hafi
blásið á hjarta hans. Með öðrum orðum: Enginn
sje sannarlega frjálslyndur maður nema sá, sem
orðinn er frelsingi Jesú Krists. Allir hinir sjeu ó-
frjálslyndir menn í orðsins dýpstu merking. Það
frelsi, sem fráhvarfið frá guði hafi í för með sjer,
sje liið hræðilegasta ófrelsi, sem hugsast megi. Það
er illur andi í búningi ljóssins engils, — flagð í
skrúði forkunnar fagurrar konungsdóttur. Ein-
ungis þá verði stjórnarskipun þjóðanna í sannleika
frjáls og byggð á óyggjandi grundvelli, þegar hún
hafi fæðzt af anda Kristindómsins og sje borin og
studd af hans lífsafii. Það er eimnitt þessi skoðun
á frelsinu, sem vakað hefur fyrir ensku þjóðunum
og átt hefur sinn göfuga þátt í að leggja svo mik-
inn hluta heimsins að fótum þeirra.
m.
Hvaða lífsskoðun er það þá, sem að kristindómi-
num frátöldum nú er útbreiddust í heiminum? Sú
spurning mun þegar hafa vaknað í huga tilheyr-
enda minna. Jeg svara: Sú lífsskoðun, sem mate-