Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 39
III.
Það, sem verst er í heimi.
Eftir
Jón Bjarnason.
Það er nokkuð ljótt og fráfælanda, hryggilegt
og hræðilegt, sem vakir fyrir mér, þegar eg byrja
þennan fyrirlestr. Það er hið ljótasta af öllu ljótu,
hið hræðilegasta af öllu hræðilegu, þetta, sem fyrir
mér vakir nú. Það er ímynd alls þess, sem er ó-
lánlegast og afskaplegast í gjörvallri tilverunni.
Ut af því á þessi fyrirlestr minn að verða. Hann
á ekki að vera um það, heldr út af því. Og það
að eg fer að myndast við að halda fyrirlestr útaf
þessu, sem svartast og ljótast og verst og hræði-
legast er til, kemr af því, að mér finnst einmitt
þetta of dauft vaka fyrir nútíðarkynslóðinni ís-
lenzku, of dauft vaka fyrir þjóðflokki vorum hérí
landi og heima á íslandi bæði innan kirkju og ut-
an. Eg þykist nefnilega sjá, að ef þetta, sem eg
kalla hræðilegast og verst í tilverunni, ekki vakir
fyrir mönnum vel skýrt, ekki er mönnum sýni-
legt i sínum bera virkilegleik, þá getur farið svo
og fer greinilega einatt svo, að það, þegar verst
gegnir, veltir sér yfir þá eins og eitt ólyptanda