Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 11
11
I.
Mennirnir skiptast í ótalflokka, sem hverhef-
ur sitt merki, sinn sjerstaka fána, sitt heróp og
sín einkennilegu vopn. Og þessir flokkar, þessar
ýmsu herdeildir í lífsbardaganum, liggja ekki í
herbúðum sínum aðgjörðalausar eins og hersveitir
Norðurálfulandanna optast nær gjöra. Enginn
»vopnaður friður« á sjer stað milli þeirra. Þær
eru á sífelldum leiðangri hver á móti annarri, eiga
í endalausum ófriði hver við aðra, hafa sagt hver
annarri eilíft stríð á hendur. Hví er þessi enda-
lausi ófriður í andans heimi? Um hvað eru menn
einlægt að berjast? Frakkland og Þýzkaland ber-
jast um Elsass og Lothringen. En í andans heimi
berjast menn um lífsskoðanir.
Hvað er þá þetta, sem menn kalla lífsskoðun?
Og hvernig stendur á því, að baráttan í andans
heimi skuli vera um lífsskoðanir ?
Lífsskoðun þín, samferðamaður, er skoðun þín
á lífinu, uppruna þess og tilgangi, ætlunarverki
þess og markmiði. Það er fyrst og fremst skoðun
þín á sjálfum þjer og þínu eigin lífl og því hlut-
falli og sambandi, sem þú stendur í við allt ann-
að, sem lifir og er til. Þar næst er það skoðun
þín á allri tilverunni, mönnunum, sem þú um-
gengst, og náttúrunni umhverfis þig, frá dýrleg-
asta himinhnettinum, sem auga þitt lítur, til auð-
virðilegasta maðksins í moldinni, sem þú treður á
með fæti þínum. Alit þitt um þetta allt og sú
grein, sem þú gjörir þjer fyrir því, — það er nú
þín lífsskoðun.
Það eru einar þrjár spurningar, sem manns-
andinn er einlægt að glíma við. Þær láta hann