Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 49
49
hafa þegar sprengt hesfa sína og eru horfnir. Einn
er hann nú orðinn, en dýrinu verðr hann að ná,
hvað sem það kostar. En hestrinn hans er orðinn
þreyttr, og það er komin veðrbreyting. Biksvartri
þoku hefir slegið yfir mörkina. Hann heldr áfram
fótgangandi, því einnig hans hestr er nú sprung-
inn; en sökum þokunnar veit hann ekkert, í hverja
átt hann er að halda. Svo fer veðr að kólna og
hlind hríð skellr yfir, og hann sér, að lífi sínu er
hætta búin í veglausri eyðimörkinni fjarri manna-
byggðum. Hann ratar ekki til ínanna sinna eða
heim til konungshallarinnar, og um það að ná
hinu fagra dýri er engin von framar. Skemmtiförin
er orðin að hinni mestu hörmungarför. Að visu
hættir óveðrið, en í því er lítil bót, því nú ertvennt
til eftir hinum ýmsu æfintýrisútgáfum, og hvort-
tveggja fyrir hinn villta og hrakta konungsson
eiginlega jafn-illt. Annaðhvort gengr það úr þessu
tafarlaust upp fyrir honum, að hann er kominn i
tröllabyggðir. Hann er kominn að ískyggilegum
helli, og þótt það sé víst, að þar sé heimkynni
reglulegra óvætta, er hann neyddr til að ganga
þar inn og gefa sig grimmum og tröilauknum ör-
lögum á vaíd, gefa sig á náðir hellisbúans eða
hellisbúanna. Ellegar, jafnskjótt og upp hefir stytt
og gott veðr er komið, rjóðr opnast á mörkinni,
svo fagrt og lokkanda, og konungssonrinn heyrir
þaðan inndælan hljóðfœraslátt, og hann gengr taf-
arlaust á hljóðið inn í rjóðrið, þar til hann sér fyrir
framan sig unga konu, svo undr ljómandi fríða og
yndislega, sitjandi þar á stóli og sláandi hörpu
sína. Hann töfrast óðar af fegrð hennar, og í
4