Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 13
13
■ein úrlausn á gátum tilverunnar geti verið hin
.-sanna úrlausn? Einlægt meðan einhverjir eru í
heimimim, sem ekki viðurkenna sannleikann, en
þverskallast við að veita honum viðtöku með því
að halda fast við gagnstæðar skoðanir, verður stríð
•og barátta. Og þeir, sem semja vilja frið áður
með því að láta gagnstæðar skoðanir mætast á
hálfri leið og gefa svo sem helmings afslátt ábáð-
ar hliðar;—þeir vilja sannarlega kaupa friðinn of
dýrt. Þeir fá ekki annað en falskan frið með því
móti og falskur friður er verri en lakasta stríð.
Hin eina leið, sem sannleikanum er unnt að velja
til þess að vinna sigur yfir heiminum, er barátt-
unnar leið. Hann verður að láta sjer lynda að
■eiga í stríði og baráttu, þangað til hann færunnið
:sigur og sigrinum lialdið.
Það er líka svo vel farið, að þegar vjer ber-
um saman lífsskoðanir og gildi þeirra, höfum vjer
ekki einungis þær heimspekilegu setningar við að
styðjast, er hver þeirra hvílir á sem grundvelli,
heldur höfum vjer einnig fyrir oss ávextina, sem
þær bera í lífinu. Margír eru á eitt sáttir um, að
einn aðaltilgangur lífsins, hvað mennina snertir,
sje siðferðisleg fullkomnun. Það eru auðvitað þeir
tíi, sem neita einnig þessu og álíta hið siðferðis-
lega kapp mannanna eitthvað hið hlægilegasta og
heimskulegasta, sem hugsast getur. En þeir eru
nú tiltölulega fáir. Mönnum, sem annars ekki
kemur saman um neitt, kemur hjartanlega vel
:saman um það, að menningarbaráttan sje siðferð-
islegs eðlis og að skilyrðið fyrir framförum mann-
kynsins sje siðferðisleg fullkomnun einstaklinganna.
Menn einsog Herbert Spencer og prófessor Huxley