Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 110
110
kallar þá engla guðs1. Hann segir við lærisveina,
sína: Það sem þér bindið og leysið á jörðu, skal
á himni bundið og leyst verða2. Hann veit, að-
hann hefir vald til þess að segja annað eins, sem
væri guðlast í munni allra annarra! Og samsvar-
andi þessu er það, þegar hann blés á þá og sagði r
Meðtakið þér heilagan anda, og segir svo: hverjum
sem þér fyrirgefið syndirnar, þeim eru þœr fyrir-
gefnar3. Og: hvar sem tveir eða þrír eru saman
komnir í mínu nafni, þar vil eg vera mitt á með-
al þeirra4. Þessu leyfir hann sér að lofa öllum
lærisveinum sínum um allan heim! Má nokkur
maðr tala þannig? Nei; og það gjörði heldr eng-
inn, nema hann væri viti sínu fjær.— Hann segir
um sjálfan sig, að hann hafi hina fullkomnu þekk-
ing og enginn maðr annar, og að hann sjálfr sé
svo algjörlega einstök vera, að enginn geti þekkt
sig nema guð: Enginn þekkir soninn nema faðir-
inn og enginn föðurinn nema sonrinn og sá, sem
sonrinn vill það auglýsa6. Það væri undarlegt af
manni að tala þannig um sjálfan sig: að mönnu-
num sé eingöngu fyrir hann unnt að þekkja guð
og að enginn viti, hver hann sé, nema guð og þcir,
sem guð auglýsi það !6 Eins er það, þegar hann
segir: Enginn getr komið til mín, nema honum sé
gefið það afi fiöður mínum1. Hvílík sjálfsmeðvitund
kemr fram i þessu, þegar hann segirum sjálfansig:
hér er sá, sem meiri er en musterið* 8. Og: manns-
ins sonr er herra hvíldardagsins9. Þá var hvíldardagr-
1) Matt. 13, 41.49. 2)18,18. 3) Jóh. 20, 22. 23. 4)Matt.
18, 20. 5) 11, 27. 6) 16, 17. 7) Jóh. 6, 65. 8) Matt. 12, 6.
9) v. 8.