Aldamót - 01.01.1891, Blaðsíða 67
67
ar eflaust muna, rœðu á kirkjuþingi yoru í fyrra
þar sem hann sýndi fram á, hve frjálslynt kirkju.
félag vort væri og hversu fráleitt það væri, að
þar væri að óttast klerkavald. Hann heflr nýlega
geflð út ritling, sem á að sýna, hvílikt ófrjálslyndi,
hvílíkr trúarofsi og klerkavalds-andi sé ráðandi í
þessu sama félagi. Hann dreymdi um sarna leyti
draum, sem liann setti á prent. Og draumrinn
var þessi: Hann þóttist kominn til helvítis, og þeg-
ar hann litaðist umhverfis sig, sá hann »Iieims-
kringlu«-menn þar hópum saman. Að þeir
voru þar, þótti honum ekki nema sjálfsagt,
en að hann sjálfr skyldi vera kominn í sama
hópinn, það þótti honurn undrum sæta. Menn
vita, hvar Jón Ólafsson stendr nú. Hann er
kominn þangað, þar sem hann í fyrra áleit að
helvíti væri. Hann dreymdi fyrir því, að hann á
svona stuttum tíma myndi snúast hringinn í kring.
Eg hefi aldrei heyrt getið um meira berdreymi. —
Væri sá maðr, sem hér er um rœða, ekki talsvert
opinber persóna, sem hefir spilað all-mikla rullu í
íslenzkum þjóðmálum og sem slíkr haft á sér tals-
vert almenningstraust, þá hefði eg ekki nefnt hann
á nafn. En eg hlaut að nefna hann af því, að hann
hefir svo mikið verið uppi i þjóðlífi Islands; því
það hefði hann ekki getað svo framarlega sem
þetta sama þjóðlíf væri ekki til stórra muna sýkt
af þessum hringiðuskap og stefnuleysi, sem svo
stórkostlega og afskræmislega hefir komið fram hjá
honum. — Það myndast aldrei hringiður í neinu
vatnsfalli, sem rennr áfram með jöfnum, stríðum
og þungum straumi. Þær sjást helzt í lygnum
hyljum. Og það, að þessar stefnuleysisins liring-
5*